Innlent

Sel­foss stöðvaður í Bret­landi

Samúel Karl Ólason skrifar
Flutningaskipið Selfoss.
Flutningaskipið Selfoss. Eimskip

Flutningaskipið Selfoss var stöðvað af hafnarríkiseftirliti í Bretlandi á dögunum. Þar gerðu eftirlitsmenn athugasemdir við búnað um borð í skipinu.

Selfossi var siglt til hafnar í Immingham, skammt frá Grimsby, í Englandi á þriðjudaginn, samkvæmt áætlun. Samkvæmt heimildum Vísis fóru eftirlitsmenn þá um borð og tóku skipið til skoðunar. Sú skoðun tengist því að Selfoss var dreginn til hafnar í Leirvík á Hjaltlandseyjum í síðustu viku.

Þá kom upp bilun í aðalvél flutningaskipsins þegar verið var að sigla því frá Danmörku til Færeyja.

Sjá einnig: Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum

Í svari við fyrirspurn Vísis segir Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips, að Selfossi verði nú siglt til Fredrikstad í Noregi.

Þá er unnið að aðlögun á siglingaáætlun Eimskips til að lágmarka áhrif á þjónustu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×