Stofnunum fækkar um tuttugu Agnar Már Másson skrifar 17. desember 2025 15:32 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra veittu tillögum hagræðingarhópsins viðtöku í byrjun mars. Þær voru sextíu talsins þá en gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra verði að veruleika. Vísir/Anton Brink Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur þar fram í tillögunum hefur þegar verið tilkynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu. Vinnuhópur forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um hagsýni í ríkisrekstri en þar er að finna fjölda áforma sem stjórnvöld hyggjast ráðast í eða hafa ráðist í til að draga úr ríkisútgjöldum. Sumt af því sem fram kemur er nýtt, til dæmis efling hraðamyndavélakerfisins til að afla aukinna tekna og auka öryggi, en annað hefur staðið hafa yfir í þó nokkurn tíma, til dæmis fyrirhuguð sameining Háskóla Íslands við Hólaskóla. Samkvæmt núgildandi fjármálaáætlun verður hagrætt í ríkisrekstri um 107 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar frá 2026-2030 og þar af um ellefu milljarða króna á næsta ári. Sérstök áhersla var lögð á sameiningar ríkisstofnana auk fækkunar sjóða, nefnda, stjórna og ráða á vegum ríkisins. Gangi öll áform eftir verður ríkisstofnunum fækkað um tuttugu eða um það bil, að ótalinni breytingu framhaldsskólanna sem á að fækka stofnunum um annað eins til viðbórtar. Sameiningar eiga að nema 46% af allri hagræðingu en endurskoðun verkefna á að nema 30% og kerfisbreytingar 24%. Hagræðingaraðgerðir, uppsafnaðar á tímabilifjármálaáætlunar 2026-2030.Stjórnarráðið Þegar hafa verið kynnt áform um sameiningar stofnana á vegum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis. Þá hefur frumvarp verið lagt fram um sameiningu sýslumannsembætta og áform kynnt um kerfisbreytingu í framhaldsskólakerfinu, auk nokkurra annarra sameininga sem eru í undirbúningi eða langt komnar á vegum heilbrigðisráðuneytis, félags- og húsnæðismálaráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis. Stofnanir ríkisins sem heyra undir framkvæmdavaldið voru 152 í upphafi þessa árs, samkvæmt skýrslunni, þar af tæplega 70 með færri en 50 stöðugildi. Helmingur verði að veruleika Bakgrunnur skýrslunnar er sá að í byrjun kjörtímabils var efnt til samráðs við almenning og stofnanir um hagræðingu, einföldun og sameiningar. Yfir tíu þúsund þúsund ábendingar bárust. Hagræðingarhópur utanaðkomandi sérfræðinga fór yfir ábendingarnar og skilaði sextíu tillögum í mars. Vinnuhópur forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins hefur nú farið yfir þær tillögur og skilaði hópurinn af sér í skýrslu í lok nóvember. „Talið er að um helmingur tillagnanna verði að veruleika á gildistíma núverandi fjármálaáætlunar, gangi áform ráðuneyta eftir,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Alþingi hefur samt lokaorðið um það hvort hluta þessara tillagna verði hrint í framkvæmd og um endanlega útfærslu þeirra. Í skýrslunni er lauslega farið yfir hagræðingarverkefni í hverju ráðuneyti og engar upphæðir eru nefndar að undanskildum kafla um félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sem áætlar 13 ma.kr. hagræðingu. Forsætisráðuneytið: Pappírslausir ríkisstjórnarfundir og nýtt nefndahús Undir kafla forsætisráðuneytisins er fjallað um að skilvirkni verði aukin með því að koma á fót nefndarhúsi undir allar þær 35 kæru- og úrskurðarnefndir ráðuneytanna. Einnig sé unnið að samhæfingu innan Stjórnarráðsins ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þá sé vinna hafin við að gera ríkisstjórnarfundi pappírslausa og ríkisráðsafgreiðslur rafrænar. Loks hefur verið gerð breyting á starfsemi ríkisins á Hrafnseyri og reksturins samofinn rekstri Þingvallaþjóðgarðs en fjárframlög til starfseminnar á Hrafnseyri voru felld niður í frumvarpi til fjárlaga 2026. Atvinnuvegaráðuneyti: Sameina Mast, Fiskistofu og Verðlagsstodu skipaverðs Atvinnuvegaráðuneytið hefur skilgreint 18 hagræðingarverkefni, sem felast meðal annars í mati á stöðu og framtíð hafrannsókna á Íslandi. Þá verði Mast, Fiskistofa og Verðlagsstofa skiptaverðs sameinaðar. Nokkur verkefni snúi jafnframt að því að rýna stofnanir ráðuneytisins og kanna fýsileika sameininga, rýna þjónustu- og notendagjöld og gjaldskrár stofnana auk verkefna sem snúa að samkeppnis- og neytendamálum. Dómsmálaráðuneytið: Afnám jafnlaunavottunar og sameining sýslumannaembætta Undir dómsmálaráðuneytinu er talað um sameining sýslumannsembætta, afnám skyldu jafnlaunavottunar, lagabreytingar í útlendingamálum (afturköllun verndar, afnám 18 mánaða reglunnar), hækka gjöld, brottfararstöð; samræmd innkaup; einföldun bótaskerðinga í sakamálum; hætt prentun þingskjala Félags- og húsnæðismálaráðuneytið vill spara 13 milljarða Félags- og húsnæðismálaráðuneytið vinnur að umfangsmiklum verkefnum í 11 liðum sem ætlað er að leiða til rúmlega 13 ma.kr. hagræðingar á tímabili fjármálaáætlunar 2026–2030. Í þeim eru meðal annars fólgnar breytingar á atvinnuleysistryggingum (skilyrði/lengd), stytting málsmeðferðartíma í verndarmálum, nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi, endurgreiðslur til sveitarfélaga; sameining HMS og Skipulagsstofnunar; niðurfelling launa fyrir stjórnarsetu; niðurlagning stjórnar TR. Fjármálaráðuneyti: Bætt fjárstýring Fjármála- og efnahagsráðuneyti skilgreinir 19 verkefni, þar á meðal einföldun samkeppnissjóða þvert á ráðuneyti, bætta fjárstýring, betri nýtingu húsnæðis og gagna. Þá segir að stafvæðing (t.d. með Ísland.is) muni skila hagræðingu auk þess sem úrbætur verði gerðar í árangursmælingum, endurmati á útgjöldum, samræmdri nefndarþóknun og endurskoðun starfsmannalaga. Heilbrigðistráðuneytið með langflest hagræðingarverkefni Heilbrigðisráðuneyti[ er með flest tilgreint verkefni, en þau eru 38 talsins. Í þeim er fólgin fækkun nefnda og stjórna, aukin notkun samheitalyfja, sameiginleg lyfjainnkaup (norrænt samstarf), hagræðing í rannsóknarþjónustu, flutningur Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands til Heilsugæsluhöfuðborgarsvæðisins. Þá vill ráðuneytið auka greiðsluþátttöku sjúkratryggðra. Þá stendur til að leggja fram frumvarp sem felur í sér að stjórn Sjúkratrygginga verði lögð niður í samræmi við tillögu hagræðingarhópsins um að leggja niður allar stjórnir almennra stofnana sem heyra beint undir ráðherra. Innviðaráðuneytið: Fjölga hraðamyndavélum til að sækja tekjur „Til að auka öryggi og tekjur verður ráðist í að efla hraðamyndavélakerfi í umferð,“ segir í einni 14 hagræðingarverkefnum sem innviðaráðuneytið ræðst í. Undir þeim kafla er einnig fjallað um einföldun stjórnsýslu, stafvæðingu, samrekstur stofnana (t.d. Vegagerðarinnar og löggæslu), endurskoðun þjónustu- og notendagjalda og endurskðun á reglum um flutningsjöfnun og olíuvaragjöld. Menningarráðuneytið: Möguleg sameining fjölmiðlanefndar við aðra stofnun Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti áætlar 21 verkefni á tímabili fjármálaáætlunar. Þar er nefnt frumvarp til að skerpa á skilyrðum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, heimildir Nýsköpunarsjóðsins Kríu til nýfjárfestinga lækkuð, samkeppnissjóðir á sviði vísinda og nýsköpunar fækkaður úr átta í fjóra. Þá eru nokkrar stofnanasameiningar í kortunum: Kvikmyndasafn, Hljóðbókasafn og Landsbókasafn annars vegar og Listasafns Einars Jónssonar og Listasafns Íslands hins vegar. Þá stendur mögulega til að samþætta Óperuna, Þjóðleikhússið og Íslenska dansflokkinn. Þá sé samtal í gangi um sameiningu Náttúruminjasafns og Náttúrufræðistofnunar. „Þá hefur ráðuneytið til skoðunar sameiningu/samrekstur fjölmiðlanefndar með öðrum stofnunum.“ Þá er nefnd fyrirhuguð sameining Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Þá er stefnt að fýsileikagreiningu þess að Landbúnaðarháskóli Íslands og tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum starfi undir merkjum Háskólasamstæðu HÍ. Einnig verður kannaður möguleiki á að Árnastofnun og Landsbókasafn — Háskólabókasafn falli undir Háskólasamstæðu HÍ. Menntamálaráðuneytið: Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi Undir menntamálaráðuneytinu er fjallað um aðhald sem snýr að innkaupum og jafnlaunavottun, fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi og yfirferð og endurskipan fjárveitinga til málefna barna og samninga við stofnanir og sveitarfélög til að tryggja að fjármunir nýtist sem best. Umhverfisráðuneytið: Endurskipulag á stofnanaheild Í kafla umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins segir að ráðuneytið vinni að endurskipulagningu á stofnanaheild sinni til að ná fram sparnaði og skilvirkni. Auk þessa vinni ráðuneytið að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við hagræðingu í ríkisrekstri. Þar er nefnd betri nýting fasteigna og tækifæri til að selja land og lóðir sem ekki nýtast að fullu. Einnig væri unnið að því að færa umsjón húsnæðis til Framkvæmdasýslu og ríkiseigna. Áhersla sé jafnframt lögð á einföldun og styttingu afgreiðslutíma í leyfisveitingum og stjórnsýslu, sérstaklega í umhverfis- og orkumálum. Slík einföldun eigi að gera ferla gegnsærri og auðveldari fyrir almenning og fyrirtæki. Utanríkisráðuneytið: Draga kostnaði við starfsmannahald Utanríkisráðuneytið hefur sett fram áætlun með 22 aðgerðum sem miða að hagræðingu og aukinni tekjuöflun á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar. Það sé megináherslan lögð á að draga úr rekstrarkostnaði og bæta nýtingu opinberra fjármuna. Þetta sé meðal annars gert með því að draga úr föstum kostnaði sem tengist starfsmannahaldi og rekstri. Ráðuneytið muni endurskoða hlutverk sitt í alþjóðlegu samstarfi til að fækka kostnaðarsömum verkefnum og viðveru á vettvangi þar sem virkni er lítil. Jafnframt verði miðstýring verkefna aukin, þar sem umsýsla ákveðinna þjónustuliða flyst að fullu til ráðuneytisins. Þá séu uppi áform um opnun áritunarmiðstöðva sem hafa með höndum afgreiðslu vegabréfsáritana en þær muni afla tekna fyrir ráðuneytið og ríkissjóð. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Vinnuhópur forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um hagsýni í ríkisrekstri en þar er að finna fjölda áforma sem stjórnvöld hyggjast ráðast í eða hafa ráðist í til að draga úr ríkisútgjöldum. Sumt af því sem fram kemur er nýtt, til dæmis efling hraðamyndavélakerfisins til að afla aukinna tekna og auka öryggi, en annað hefur staðið hafa yfir í þó nokkurn tíma, til dæmis fyrirhuguð sameining Háskóla Íslands við Hólaskóla. Samkvæmt núgildandi fjármálaáætlun verður hagrætt í ríkisrekstri um 107 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar frá 2026-2030 og þar af um ellefu milljarða króna á næsta ári. Sérstök áhersla var lögð á sameiningar ríkisstofnana auk fækkunar sjóða, nefnda, stjórna og ráða á vegum ríkisins. Gangi öll áform eftir verður ríkisstofnunum fækkað um tuttugu eða um það bil, að ótalinni breytingu framhaldsskólanna sem á að fækka stofnunum um annað eins til viðbórtar. Sameiningar eiga að nema 46% af allri hagræðingu en endurskoðun verkefna á að nema 30% og kerfisbreytingar 24%. Hagræðingaraðgerðir, uppsafnaðar á tímabilifjármálaáætlunar 2026-2030.Stjórnarráðið Þegar hafa verið kynnt áform um sameiningar stofnana á vegum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis. Þá hefur frumvarp verið lagt fram um sameiningu sýslumannsembætta og áform kynnt um kerfisbreytingu í framhaldsskólakerfinu, auk nokkurra annarra sameininga sem eru í undirbúningi eða langt komnar á vegum heilbrigðisráðuneytis, félags- og húsnæðismálaráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis. Stofnanir ríkisins sem heyra undir framkvæmdavaldið voru 152 í upphafi þessa árs, samkvæmt skýrslunni, þar af tæplega 70 með færri en 50 stöðugildi. Helmingur verði að veruleika Bakgrunnur skýrslunnar er sá að í byrjun kjörtímabils var efnt til samráðs við almenning og stofnanir um hagræðingu, einföldun og sameiningar. Yfir tíu þúsund þúsund ábendingar bárust. Hagræðingarhópur utanaðkomandi sérfræðinga fór yfir ábendingarnar og skilaði sextíu tillögum í mars. Vinnuhópur forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins hefur nú farið yfir þær tillögur og skilaði hópurinn af sér í skýrslu í lok nóvember. „Talið er að um helmingur tillagnanna verði að veruleika á gildistíma núverandi fjármálaáætlunar, gangi áform ráðuneyta eftir,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Alþingi hefur samt lokaorðið um það hvort hluta þessara tillagna verði hrint í framkvæmd og um endanlega útfærslu þeirra. Í skýrslunni er lauslega farið yfir hagræðingarverkefni í hverju ráðuneyti og engar upphæðir eru nefndar að undanskildum kafla um félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sem áætlar 13 ma.kr. hagræðingu. Forsætisráðuneytið: Pappírslausir ríkisstjórnarfundir og nýtt nefndahús Undir kafla forsætisráðuneytisins er fjallað um að skilvirkni verði aukin með því að koma á fót nefndarhúsi undir allar þær 35 kæru- og úrskurðarnefndir ráðuneytanna. Einnig sé unnið að samhæfingu innan Stjórnarráðsins ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þá sé vinna hafin við að gera ríkisstjórnarfundi pappírslausa og ríkisráðsafgreiðslur rafrænar. Loks hefur verið gerð breyting á starfsemi ríkisins á Hrafnseyri og reksturins samofinn rekstri Þingvallaþjóðgarðs en fjárframlög til starfseminnar á Hrafnseyri voru felld niður í frumvarpi til fjárlaga 2026. Atvinnuvegaráðuneyti: Sameina Mast, Fiskistofu og Verðlagsstodu skipaverðs Atvinnuvegaráðuneytið hefur skilgreint 18 hagræðingarverkefni, sem felast meðal annars í mati á stöðu og framtíð hafrannsókna á Íslandi. Þá verði Mast, Fiskistofa og Verðlagsstofa skiptaverðs sameinaðar. Nokkur verkefni snúi jafnframt að því að rýna stofnanir ráðuneytisins og kanna fýsileika sameininga, rýna þjónustu- og notendagjöld og gjaldskrár stofnana auk verkefna sem snúa að samkeppnis- og neytendamálum. Dómsmálaráðuneytið: Afnám jafnlaunavottunar og sameining sýslumannaembætta Undir dómsmálaráðuneytinu er talað um sameining sýslumannsembætta, afnám skyldu jafnlaunavottunar, lagabreytingar í útlendingamálum (afturköllun verndar, afnám 18 mánaða reglunnar), hækka gjöld, brottfararstöð; samræmd innkaup; einföldun bótaskerðinga í sakamálum; hætt prentun þingskjala Félags- og húsnæðismálaráðuneytið vill spara 13 milljarða Félags- og húsnæðismálaráðuneytið vinnur að umfangsmiklum verkefnum í 11 liðum sem ætlað er að leiða til rúmlega 13 ma.kr. hagræðingar á tímabili fjármálaáætlunar 2026–2030. Í þeim eru meðal annars fólgnar breytingar á atvinnuleysistryggingum (skilyrði/lengd), stytting málsmeðferðartíma í verndarmálum, nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi, endurgreiðslur til sveitarfélaga; sameining HMS og Skipulagsstofnunar; niðurfelling launa fyrir stjórnarsetu; niðurlagning stjórnar TR. Fjármálaráðuneyti: Bætt fjárstýring Fjármála- og efnahagsráðuneyti skilgreinir 19 verkefni, þar á meðal einföldun samkeppnissjóða þvert á ráðuneyti, bætta fjárstýring, betri nýtingu húsnæðis og gagna. Þá segir að stafvæðing (t.d. með Ísland.is) muni skila hagræðingu auk þess sem úrbætur verði gerðar í árangursmælingum, endurmati á útgjöldum, samræmdri nefndarþóknun og endurskoðun starfsmannalaga. Heilbrigðistráðuneytið með langflest hagræðingarverkefni Heilbrigðisráðuneyti[ er með flest tilgreint verkefni, en þau eru 38 talsins. Í þeim er fólgin fækkun nefnda og stjórna, aukin notkun samheitalyfja, sameiginleg lyfjainnkaup (norrænt samstarf), hagræðing í rannsóknarþjónustu, flutningur Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands til Heilsugæsluhöfuðborgarsvæðisins. Þá vill ráðuneytið auka greiðsluþátttöku sjúkratryggðra. Þá stendur til að leggja fram frumvarp sem felur í sér að stjórn Sjúkratrygginga verði lögð niður í samræmi við tillögu hagræðingarhópsins um að leggja niður allar stjórnir almennra stofnana sem heyra beint undir ráðherra. Innviðaráðuneytið: Fjölga hraðamyndavélum til að sækja tekjur „Til að auka öryggi og tekjur verður ráðist í að efla hraðamyndavélakerfi í umferð,“ segir í einni 14 hagræðingarverkefnum sem innviðaráðuneytið ræðst í. Undir þeim kafla er einnig fjallað um einföldun stjórnsýslu, stafvæðingu, samrekstur stofnana (t.d. Vegagerðarinnar og löggæslu), endurskoðun þjónustu- og notendagjalda og endurskðun á reglum um flutningsjöfnun og olíuvaragjöld. Menningarráðuneytið: Möguleg sameining fjölmiðlanefndar við aðra stofnun Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti áætlar 21 verkefni á tímabili fjármálaáætlunar. Þar er nefnt frumvarp til að skerpa á skilyrðum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, heimildir Nýsköpunarsjóðsins Kríu til nýfjárfestinga lækkuð, samkeppnissjóðir á sviði vísinda og nýsköpunar fækkaður úr átta í fjóra. Þá eru nokkrar stofnanasameiningar í kortunum: Kvikmyndasafn, Hljóðbókasafn og Landsbókasafn annars vegar og Listasafns Einars Jónssonar og Listasafns Íslands hins vegar. Þá stendur mögulega til að samþætta Óperuna, Þjóðleikhússið og Íslenska dansflokkinn. Þá sé samtal í gangi um sameiningu Náttúruminjasafns og Náttúrufræðistofnunar. „Þá hefur ráðuneytið til skoðunar sameiningu/samrekstur fjölmiðlanefndar með öðrum stofnunum.“ Þá er nefnd fyrirhuguð sameining Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Þá er stefnt að fýsileikagreiningu þess að Landbúnaðarháskóli Íslands og tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum starfi undir merkjum Háskólasamstæðu HÍ. Einnig verður kannaður möguleiki á að Árnastofnun og Landsbókasafn — Háskólabókasafn falli undir Háskólasamstæðu HÍ. Menntamálaráðuneytið: Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi Undir menntamálaráðuneytinu er fjallað um aðhald sem snýr að innkaupum og jafnlaunavottun, fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi og yfirferð og endurskipan fjárveitinga til málefna barna og samninga við stofnanir og sveitarfélög til að tryggja að fjármunir nýtist sem best. Umhverfisráðuneytið: Endurskipulag á stofnanaheild Í kafla umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins segir að ráðuneytið vinni að endurskipulagningu á stofnanaheild sinni til að ná fram sparnaði og skilvirkni. Auk þessa vinni ráðuneytið að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við hagræðingu í ríkisrekstri. Þar er nefnd betri nýting fasteigna og tækifæri til að selja land og lóðir sem ekki nýtast að fullu. Einnig væri unnið að því að færa umsjón húsnæðis til Framkvæmdasýslu og ríkiseigna. Áhersla sé jafnframt lögð á einföldun og styttingu afgreiðslutíma í leyfisveitingum og stjórnsýslu, sérstaklega í umhverfis- og orkumálum. Slík einföldun eigi að gera ferla gegnsærri og auðveldari fyrir almenning og fyrirtæki. Utanríkisráðuneytið: Draga kostnaði við starfsmannahald Utanríkisráðuneytið hefur sett fram áætlun með 22 aðgerðum sem miða að hagræðingu og aukinni tekjuöflun á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar. Það sé megináherslan lögð á að draga úr rekstrarkostnaði og bæta nýtingu opinberra fjármuna. Þetta sé meðal annars gert með því að draga úr föstum kostnaði sem tengist starfsmannahaldi og rekstri. Ráðuneytið muni endurskoða hlutverk sitt í alþjóðlegu samstarfi til að fækka kostnaðarsömum verkefnum og viðveru á vettvangi þar sem virkni er lítil. Jafnframt verði miðstýring verkefna aukin, þar sem umsýsla ákveðinna þjónustuliða flyst að fullu til ráðuneytisins. Þá séu uppi áform um opnun áritunarmiðstöðva sem hafa með höndum afgreiðslu vegabréfsáritana en þær muni afla tekna fyrir ráðuneytið og ríkissjóð.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira