Spá aukinni verðbólgu um jólin Árni Sæberg skrifar 11. desember 2025 11:07 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni. Greiningardeildin spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent í desember frá fyrri mánuði. Ef spáin rætist muni ársverðbólga aukast úr 3,7 prósentum í 3,9 prósent. „Áhrif afsláttardaga og lækkunar á flugverði voru sterk í nóvember og gerði það að verkum að vísitalan lækkaði milli mánaða þvert á spár. Þessi áhrif ganga nú til baka og er ástæða þess að vísitalan hækkar meira en jafnan í desember samkvæmt okkar spá. Hagstofan birtir mælingu á vísitölu neysluverðs þann 22. desember.“ Flugið vegur þyngst Í spánni segir að liðurinn ferðir og flutningar vegi þyngst í hækkuninni í desember. Þar beri hæst árstíðarbundin hækkun á flugverði, sem samkvæmt mælingu greiningardeildarinnar hækki um 11,7 prósent á milli mánaða og hafi 0,27 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi flugverð lækkað um rúmlega 14 prósent á milli mánaða, sem hafi verið meiri lækkun en gert hefði verið ráð fyrir. Ef til vill sé það vegna minni eftirspurnar ferðamanna á komum hingað til lands. „Áhugavert verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði, þar sem minni eftirspurn gæti leitt til lægra flugverðs.“ Það sem vegur upp á móti hækkunum á flugverði sé verðlækkun á eldsneyti. Greiningardeildin geri ráð fyrir að eldsneyti lækki um 1,9 prósent, sem hefur -0,07 prósenta áhrif á vísitöluna til lækkunar. Verð á Brent-olíu hafi verið í lækkunarfasa síðustu misseri og virðist verðlækkun á heimsmarkaði vera að skila sér í dælurnar hér á landi. Húsnæðið áberandi eins og venjulega Húsnæðisliðurinn vegi einnig þungt í mánuðinum, enda sé vægi liðarins tæp 30 prósent. Þar hafi reiknaða húsaleigan mestu áhrifin en greiningardeildin spái því að hún hækki um 0,4 prósent milli mánaða, sem hafi 0,08 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. „Það er svipuð hækkun og í síðasta mánuði, en talsvert minni hækkun en mánuðina þar á undan. Liðurinn hefur reynst frekar óútreiknanlegur, en við gerum ráð fyrir svipuðum hækkunum í reiknuðu húsaleigunni næstu mánuði.“ Dagur einhleypra á mælingavikunni Þá segir að mikil breyting hafi orðið á mælingu vísitölu neysluverðs í síðasta mánuði. Helstu liðir hafi lækkað á milli mánaða vegna svokallaðra afsláttardaga, sem hafi verið að ryðja sér til rúms hérlendis. „Í verðmælingaviku Hagstofunnar lenti „Dagur einhleypra“ og áhrifin á vísitöluna voru talsverð. Þessi sterku áhrif komu á óvart og eiga sér engin fordæmi, sem gerir það að verkum að óljóst er hvernig áhrifin ganga til baka.“ Deildin geri ráð fyrir að helstu liðir hækki í takti við lækkunina í síðasta mánuði, þó ekki að fullu. Föt og skór hækki um 2,5 prósent samkvæmt spánni, sem hafi 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi þessi liður lækkað um 2,7 prósent. Húsgögn og heimilisbúnaður hækki um 1,9 prósent og hafi einnig 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkinar, eftir að hafa lækkað um 2,2 prósent í síðasta mánuði. Nálægt þremur prósentum á seinni hæuta næsta árs Loks segir að verðbólga mælist nú 3,7 prósent og hafi ekki mælst minni í fimm ár. Með mælingunni í síðasta mánuði hafi verðbólguhorfur skánað lítillega, en ljóst sé að helstu liðir sem lækkuðu þá hækki á ný í desember. Samkvæmt spá deildarinnar muni verðbólga mælast 3,9 prósent og vera rétt undir fjögurra prósenta efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins. Verðbólga hafi verið við efri vikmörk Seðlabankans allt þetta ár. Deildin geri ráð fyrir að hún verði á svipuðum slóðum næstu mánuði samkvæmt bráðabirgðaspá hennar, sem sé eftirfarandi: Janúar: 0,1% lækkun VNV (4,1% ársverðbólga) – Gjaldskrárhækkanir og krónutöluhækkanir opinberra gjalda vega á móti vetrarútsölum og lækkun flugverðs. Mögulegar breytingar á vörugjöldum ásamt kílómetragjaldi geta haft áhrif verði frumvörp samþykkt fyrir áramót. Febrúar: 0,7% hækkun VNV (3,9% ársverðbólga) – Útsölulok í helstu liðum Mars: 0,3% hækkun VNV (3,8% ársverðbólga) – Flugfargjöld hækka en rólegt yfir flestum öðrum liðum. Gangi spáin eftir verði verðbólga á svipuðum slóðum næstu mánuði og mælast 3,8 prósent í mars. „Við gerum ráð fyrir að hún taki að hjaðna hraðar með vorinu og verði nálægt 3% að jafnaði á seinni hluta ársins.“ Stærsti óvissuþáttur í bráðabirgðaspánni sé reiknuð húsaleiga, sem erfitt hafi reynst að spá fyrir um að undanförnu. Einnig sé talsverð óvissa um janúar, þar sem breytingar á vörugjöldum og innleiðing kílómetragjalds geti haft áhrif á vísitöluna verði frumvarp þar að lútandi samþykkt fyrir áramót. Verðlag Efnahagsmál Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Greiningardeildin spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent í desember frá fyrri mánuði. Ef spáin rætist muni ársverðbólga aukast úr 3,7 prósentum í 3,9 prósent. „Áhrif afsláttardaga og lækkunar á flugverði voru sterk í nóvember og gerði það að verkum að vísitalan lækkaði milli mánaða þvert á spár. Þessi áhrif ganga nú til baka og er ástæða þess að vísitalan hækkar meira en jafnan í desember samkvæmt okkar spá. Hagstofan birtir mælingu á vísitölu neysluverðs þann 22. desember.“ Flugið vegur þyngst Í spánni segir að liðurinn ferðir og flutningar vegi þyngst í hækkuninni í desember. Þar beri hæst árstíðarbundin hækkun á flugverði, sem samkvæmt mælingu greiningardeildarinnar hækki um 11,7 prósent á milli mánaða og hafi 0,27 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi flugverð lækkað um rúmlega 14 prósent á milli mánaða, sem hafi verið meiri lækkun en gert hefði verið ráð fyrir. Ef til vill sé það vegna minni eftirspurnar ferðamanna á komum hingað til lands. „Áhugavert verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði, þar sem minni eftirspurn gæti leitt til lægra flugverðs.“ Það sem vegur upp á móti hækkunum á flugverði sé verðlækkun á eldsneyti. Greiningardeildin geri ráð fyrir að eldsneyti lækki um 1,9 prósent, sem hefur -0,07 prósenta áhrif á vísitöluna til lækkunar. Verð á Brent-olíu hafi verið í lækkunarfasa síðustu misseri og virðist verðlækkun á heimsmarkaði vera að skila sér í dælurnar hér á landi. Húsnæðið áberandi eins og venjulega Húsnæðisliðurinn vegi einnig þungt í mánuðinum, enda sé vægi liðarins tæp 30 prósent. Þar hafi reiknaða húsaleigan mestu áhrifin en greiningardeildin spái því að hún hækki um 0,4 prósent milli mánaða, sem hafi 0,08 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. „Það er svipuð hækkun og í síðasta mánuði, en talsvert minni hækkun en mánuðina þar á undan. Liðurinn hefur reynst frekar óútreiknanlegur, en við gerum ráð fyrir svipuðum hækkunum í reiknuðu húsaleigunni næstu mánuði.“ Dagur einhleypra á mælingavikunni Þá segir að mikil breyting hafi orðið á mælingu vísitölu neysluverðs í síðasta mánuði. Helstu liðir hafi lækkað á milli mánaða vegna svokallaðra afsláttardaga, sem hafi verið að ryðja sér til rúms hérlendis. „Í verðmælingaviku Hagstofunnar lenti „Dagur einhleypra“ og áhrifin á vísitöluna voru talsverð. Þessi sterku áhrif komu á óvart og eiga sér engin fordæmi, sem gerir það að verkum að óljóst er hvernig áhrifin ganga til baka.“ Deildin geri ráð fyrir að helstu liðir hækki í takti við lækkunina í síðasta mánuði, þó ekki að fullu. Föt og skór hækki um 2,5 prósent samkvæmt spánni, sem hafi 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi þessi liður lækkað um 2,7 prósent. Húsgögn og heimilisbúnaður hækki um 1,9 prósent og hafi einnig 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkinar, eftir að hafa lækkað um 2,2 prósent í síðasta mánuði. Nálægt þremur prósentum á seinni hæuta næsta árs Loks segir að verðbólga mælist nú 3,7 prósent og hafi ekki mælst minni í fimm ár. Með mælingunni í síðasta mánuði hafi verðbólguhorfur skánað lítillega, en ljóst sé að helstu liðir sem lækkuðu þá hækki á ný í desember. Samkvæmt spá deildarinnar muni verðbólga mælast 3,9 prósent og vera rétt undir fjögurra prósenta efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins. Verðbólga hafi verið við efri vikmörk Seðlabankans allt þetta ár. Deildin geri ráð fyrir að hún verði á svipuðum slóðum næstu mánuði samkvæmt bráðabirgðaspá hennar, sem sé eftirfarandi: Janúar: 0,1% lækkun VNV (4,1% ársverðbólga) – Gjaldskrárhækkanir og krónutöluhækkanir opinberra gjalda vega á móti vetrarútsölum og lækkun flugverðs. Mögulegar breytingar á vörugjöldum ásamt kílómetragjaldi geta haft áhrif verði frumvörp samþykkt fyrir áramót. Febrúar: 0,7% hækkun VNV (3,9% ársverðbólga) – Útsölulok í helstu liðum Mars: 0,3% hækkun VNV (3,8% ársverðbólga) – Flugfargjöld hækka en rólegt yfir flestum öðrum liðum. Gangi spáin eftir verði verðbólga á svipuðum slóðum næstu mánuði og mælast 3,8 prósent í mars. „Við gerum ráð fyrir að hún taki að hjaðna hraðar með vorinu og verði nálægt 3% að jafnaði á seinni hluta ársins.“ Stærsti óvissuþáttur í bráðabirgðaspánni sé reiknuð húsaleiga, sem erfitt hafi reynst að spá fyrir um að undanförnu. Einnig sé talsverð óvissa um janúar, þar sem breytingar á vörugjöldum og innleiðing kílómetragjalds geti haft áhrif á vísitöluna verði frumvarp þar að lútandi samþykkt fyrir áramót.
Verðlag Efnahagsmál Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira