Erlent

Fyrir­skipa notkun Times New Roman í stað Calibri

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Calibri til vinstri og Times New Roman til hægri.
Calibri til vinstri og Times New Roman til hægri.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað bandarískum sendiráðum og sendifulltrúum að hætta að nota leturgerðina Calibri og byrja aftur að nota Times New Roman.

Reuters hefur undir höndum minnisblað þar sem utanríkisráðherrann Marco Rubio kallar ákvörðun ríkisstjórnar Joe Biden um að nota Calibri í stað Times New Roman „sóun“ í nafni aðgerða í þágu fjölbreytileika.

Utanríkisráðuneytið skipti yfir í Calibri árið 2023, þegar Antony Blinken var utanríkisráðherra, þar sem sumir sérfræðingar segja letrið auðlesanlegra fyrir einstaklinga með ákveðna sjónskerðingu. 

Þá er það letrið sem stillt er á í Windows ef annað er ekki valið.

Nú á hins vegar, samkvæmt minnisblaðinu, að endurheimta „fagmennsku“ og útrýma „enn einu“ fjölbreytileikaátakinu (e. DEI) með því að taka aftur upp Times New Roman sem formlegt letur utanríkisþjónustunnar.

Þetta sé í takt við stefnu foretans um „eina rödd fyrir Bandaríkin“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×