Handbolti

Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri

Aron Guðmundsson skrifar
Birgir Steinn Jónsson, leikmaður IK Sävehof
Birgir Steinn Jónsson, leikmaður IK Sävehof IK Sävehof

Birgir Steinn Jónsson átti stórleik í liði IK Sävehof og skoraði níu mörk í sex marka sigri á Västerasirsta í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 29-35 IK Sävehof í vil.

Birgir Steinn var markahæsti leikmaður vallarins í kvöld en sex af níu mörkum hans komu af vítalínunni þar sem að hann var með fullkomna nýtingu í kvöld. Þá skoraði hann þrjú mörk úr opnum leik sem og gaf tvær stoðsendingar. 

Virkilega góður leikur hjá Íslendingnum en með sigrinum fer IK Sävehof upp í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en þar er liðið með sautján stig, fimm stigum á eftir toppliði Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×