Handbolti

Þýska stálið flaug á­fram í undan­úr­slit

Aron Guðmundsson skrifar
Antje Döll var öflug í liði Þýskalands í dag
Antje Döll var öflug í liði Þýskalands í dag Vísir/Getty

Gestgjafar Þýskalands eru komnir áfram í undanúrslit heimsmeistaramóts kvenna í handbolta eftir sigur á Brasilíu í dag. 

Liðin mættust í fyrsta leik átta liða úrslitanna í Westfallenhalle í Dortmund en þar fór Þýskaland að lokum með sjö marka sigur af hólmi 30-23. 

Sigurinn sér til þess að fullkomið gengi þýska landsliðsins á mótinu til þessa heldur áfram en liðið hefur unnið alla sína leiki til þessa. 

 Antje Döll var markahæst í liði Þýskalands í dag með sex mörk en hjá Brasilíu var það Bruna Almeida De Paula sem var markahæst, einnig með sex mörk.

Í þýska markinu reyndist Katharina Filter betri en engin. Hún varði þrettán bolta, markvarsla upp á rúm 41 prósent.  

Það er því ljóst að sama hvernig fer í framhaldinu mun Þýskaland leika til verðlauna á mótinu en látum ósagt á þessar stundu hvort það verði leikur um brons eða Gull. Tap í úrslitaleik yrði að silfri.

Þýskaland mætir sigurliðinu úr leik Danmerkur og Frakklands í undanúrslitum en liðin mætast í Rotterdam annað kvöld. 

Seinna í kvöld mætast Noregur og Svartjallaland í átta liða úrslitum mótsins. Við greinum frá úrslitum þess leiks hér á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×