Fótbolti

Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hin hálfíslenska Íris Ómarsdóttir skoraði eina mark dagsins.
Hin hálfíslenska Íris Ómarsdóttir skoraði eina mark dagsins. Image Photo Agency/Getty Images

Íris Ómarsdóttir skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Fiorentina á Ternana í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir var í byrjunarliði þeirra fjólubláu.

Íris er norsk og uppalin þar í landi en hálfíslensk. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Noregs og skipti til Fiorentina í sumar líkt og Katla.

Hún skoraði eina mark leiksins á annarri mínútu og 1-0 sigur Fiorentina staðreynd. katla byrjaði með henni á miðju Fiorentina og spilaði fyrstu 77 mínútur leiksins.

Katla byrjaði leikinn.Fiorentina

Sigurinn kemur Fiorentina upp í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig, jafnt Juventus að stigum í öðru sæti. Þar fyrir neðan eru AC Milan og Napoli með 13 stig og Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eru með 12 stig.

Fimm stig eru upp í Roma sem er með 19 stig á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×