Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 12:31 Annika ætlaði sér að vera með á fyrsta HM færeyska liðsins og það tókst. Skjáskot/kvf.fo Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Annika Fríðheim Petersen spilar á HM í handbolta í Þýskalandi þrátt fyrir að vera með tæplega tveggja og hálfs mánaðar gamalt barn á brjósti. Annika, sem gæti því mætt Íslandi í lokaleik stelpnanna okkar á mótinu í kvöld, hafði snemma sett sér það markmið að spila á HM enda um að ræða fyrsta heimsmeistaramót færeyska kvennalandsliðsins. Annika þekkir til á Íslandi en hún varði mark Hauka á árunum 2020 til 2022. Hún var meðvituð um að vissulega þyrfti allt að ganga upp en það gekk eftir og hún mætti með dóttur sína og mann á mótið. „Það er öðruvísi. Ég hef vanist því með landsliðinu að geta einbeitt mér algjörlega að verkefninu og geta gert það sem ég vildi. Mætt á fundi án þess að þurfa að spá í næstu brjóstagjöf,“ sagði Annika hress við Kringvarpið í Færeyjum fyrir viku. Annika segir það vissulega sérstakt að þurfa að huga að brjóstagjöf eftir leiki á HM.Skjáskot/kvf.fo Hún hefur spilað þrjá leiki af fimm til þessa á HM og varið 15 af 51 skotum, samkvæmt tölfræði IHF, sem gerir 29% markvörslu. Hún þarf hins vegar hvíld á milli leikja og óvíst að hún spili gegn Íslandi í kvöld, klukkan 19:30. „Ég var meðvituð um það á meðgöngunni að gera styrktaræfingar. Þannig gekk það hraðar að komast aftur í líkamlegt form. Svo hef ég beint áhuganum í þetta og einbeitt mér að markmiðinu, að stefna að HM strax eftir fæðingu. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en um leið og ég var búin að ná mér fór ég aftur að æfa Ég er kannski ekki komin í mitt besta form, ég hef minna úthald og líkaminn er ekki alveg eins og hann var. Stundum virkar líkaminn ekki í takt við hugann og því þarf ég að vera enn klókari á vellinum,“ sagði Annika. HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Hafdís Renötudóttir er hæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Hún prófaði einu sinni að vera skytta en var send strax aftur í markið. 6. desember 2025 10:01 Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. 6. desember 2025 09:02 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Annika, sem gæti því mætt Íslandi í lokaleik stelpnanna okkar á mótinu í kvöld, hafði snemma sett sér það markmið að spila á HM enda um að ræða fyrsta heimsmeistaramót færeyska kvennalandsliðsins. Annika þekkir til á Íslandi en hún varði mark Hauka á árunum 2020 til 2022. Hún var meðvituð um að vissulega þyrfti allt að ganga upp en það gekk eftir og hún mætti með dóttur sína og mann á mótið. „Það er öðruvísi. Ég hef vanist því með landsliðinu að geta einbeitt mér algjörlega að verkefninu og geta gert það sem ég vildi. Mætt á fundi án þess að þurfa að spá í næstu brjóstagjöf,“ sagði Annika hress við Kringvarpið í Færeyjum fyrir viku. Annika segir það vissulega sérstakt að þurfa að huga að brjóstagjöf eftir leiki á HM.Skjáskot/kvf.fo Hún hefur spilað þrjá leiki af fimm til þessa á HM og varið 15 af 51 skotum, samkvæmt tölfræði IHF, sem gerir 29% markvörslu. Hún þarf hins vegar hvíld á milli leikja og óvíst að hún spili gegn Íslandi í kvöld, klukkan 19:30. „Ég var meðvituð um það á meðgöngunni að gera styrktaræfingar. Þannig gekk það hraðar að komast aftur í líkamlegt form. Svo hef ég beint áhuganum í þetta og einbeitt mér að markmiðinu, að stefna að HM strax eftir fæðingu. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en um leið og ég var búin að ná mér fór ég aftur að æfa Ég er kannski ekki komin í mitt besta form, ég hef minna úthald og líkaminn er ekki alveg eins og hann var. Stundum virkar líkaminn ekki í takt við hugann og því þarf ég að vera enn klókari á vellinum,“ sagði Annika.
HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Hafdís Renötudóttir er hæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Hún prófaði einu sinni að vera skytta en var send strax aftur í markið. 6. desember 2025 10:01 Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. 6. desember 2025 09:02 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
„Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Hafdís Renötudóttir er hæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Hún prófaði einu sinni að vera skytta en var send strax aftur í markið. 6. desember 2025 10:01
Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. 6. desember 2025 09:02