Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:32 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun