Jólabingó Blökastsins á sunnudag Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. desember 2025 13:01 Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson koma sér í jólagírinn á sunnudaginn með jólabingói. Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 sunnudaginn 7. desember næstkomandi. Auddi, Steindi og Egill ætla að hafa það huggulegt á náttfötunum með heitt kakó og hvetja áhorfendur til þess að gera slíkt hið sama. Litlu Jól Blökastsins er orðinn árlegur viðburður þar sem þremenningarnir opna yfir fimmtíu jólagjafir og draga út heppinn áskrifanda fyrir hverja gjöf sem fær pakkann. „Við getum ekki beðið. Þetta er orðið árlegt hjá okkur að gefa yfir fimmtíu pakka. Fólk þarf bara að vera áskrifandi af Blökastinu, setjast í sófann með heitt kakó og sjá hvort þau verði dregin út!“ segir Steindi í samtali við Vísi. Til þess að eiga kost á að vinna er hægt að gerast áskrifandi að Blökastinu hér. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum, sama hvort þeir koma inn í þáttinn fyrir hann eða í miðri útsendingu. „Svo er líka mikið um að vera hjá okkur í Blökastinu í desember. Jóladagatal Blökastsins er á hverjum degi fram að jólum og svo koma að sjálfsögðu út hefðbundnir þættir alla þriðjudaga. Svo fer allt að verða klárt líka fyrir árlega fjölskyldunýársbingó Blökastsins sem verður 1. janúar klukkan þrjú en meira um það síðar,“ segir Steindi. Í gegnum tíðina hafa alls konar gjafir komið upp úr pökkunum, verið allt frá ullarsokkum yfir í flugferðir í pottinum. Svo yfirleitt kemur Steindi með eitthvað skemmtilegt úr bílskúrnum. FM95BLÖ Jól Mest lesið Jólabingó Blökastsins á sunnudag Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Bjó til jóladagatal úr klósettrúllu Jól Fagurrautt og rússneskt vinaigrette-salat á jólaborðið Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Betri en hefðbundnar sörur Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi flytja Hjartað lyftir mér hærra Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Fleiri fréttir Jólabingó Blökastsins á sunnudag Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Betri en hefðbundnar sörur Sjá meira
Litlu Jól Blökastsins er orðinn árlegur viðburður þar sem þremenningarnir opna yfir fimmtíu jólagjafir og draga út heppinn áskrifanda fyrir hverja gjöf sem fær pakkann. „Við getum ekki beðið. Þetta er orðið árlegt hjá okkur að gefa yfir fimmtíu pakka. Fólk þarf bara að vera áskrifandi af Blökastinu, setjast í sófann með heitt kakó og sjá hvort þau verði dregin út!“ segir Steindi í samtali við Vísi. Til þess að eiga kost á að vinna er hægt að gerast áskrifandi að Blökastinu hér. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum, sama hvort þeir koma inn í þáttinn fyrir hann eða í miðri útsendingu. „Svo er líka mikið um að vera hjá okkur í Blökastinu í desember. Jóladagatal Blökastsins er á hverjum degi fram að jólum og svo koma að sjálfsögðu út hefðbundnir þættir alla þriðjudaga. Svo fer allt að verða klárt líka fyrir árlega fjölskyldunýársbingó Blökastsins sem verður 1. janúar klukkan þrjú en meira um það síðar,“ segir Steindi. Í gegnum tíðina hafa alls konar gjafir komið upp úr pökkunum, verið allt frá ullarsokkum yfir í flugferðir í pottinum. Svo yfirleitt kemur Steindi með eitthvað skemmtilegt úr bílskúrnum.
FM95BLÖ Jól Mest lesið Jólabingó Blökastsins á sunnudag Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Bjó til jóladagatal úr klósettrúllu Jól Fagurrautt og rússneskt vinaigrette-salat á jólaborðið Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Betri en hefðbundnar sörur Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi flytja Hjartað lyftir mér hærra Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Fleiri fréttir Jólabingó Blökastsins á sunnudag Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Betri en hefðbundnar sörur Sjá meira