Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2025 19:00 Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður segir að haldlagnir á fíkniefnum- og lyfjum hafi verið að aukast. 265 mál hafi verið kær, þar af 122 stórfelld. Vísir/Vilhelm Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember. Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira