Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Árni Sæberg skrifar 4. desember 2025 16:12 Ársæll hefur verið mjög gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um breytingar á framhaldsskólakerfinu. Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðan í gær mun Ársæll senn láta af störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll sagði í tölvubréfi til starfsfólks skólans að hann teldi augljóst hvað lægi að baki ákvörðunar ráðherra. Hann hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið og líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar í september. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Bregðast við með tilkynningu á vefnum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú birt tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands um málið en ráðherra hefur ekki tjáð sig um málið. Í morgun var tilkynnt á þingfundi að hann lægi á sjúkrahúsi. Þar segir að Ársæll hafi verið boðaður til fundar í ráðuneytinu þann 25. nóvember síðastliðinn. Tilefnið hafi verið að skipunartími hans í embætti skólameistara Borgarholtsskóla rennur út í lok júní á komandi ári. Fundurinn hafi síðan farið fram fimmtudaginn 27. nóvember. Fundinn hafi setið ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og mannauðs- og gæðastjóri ráðuneytisins en ráðherra hafi verið erlendis. Ársæll hafi verið upplýstur með lögbundnum fyrirvara að ráðherra hefði tekið ákvörðun, í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla lausa til umsóknar þegar skipunartíma Ársæls lýkur hinn 30. júní 2026. Varði athugasemdir Ársæls ekki „Grundvöllur þessarar ákvörðunar var skýrður fyrir Ársæli, sem eru fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á framhaldsskólastiginu með nýjum svæðisskrifstofum. Á þessum tímapunkti ríkir óvissa varðandi útfærslu þeirra breytinga en gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur að nýju fyrirkomulagi liggi fyrir í byrjun næsta árs.“ Skólameistarar framhaldsskóla séu skipaðir tímabundið til fimm ára. Áður en skipunartími rennur út sé lagt mat á hvort ástæða sé til að auglýsa embætti skólameistara laust til umsóknar. Það sé heimilt samkvæmt lögum ef skólameistara er tilkynnt um það eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út. Í ljósi boðaðra breytinga hafi verið talið rétt að auglýsa stöðuna þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. „Tekið var fram á fundinum að ekkert væri því til fyrirstöðu að Ársæll sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Það var sérstaklega tekið fram að í ákvörðun ráðherra fælist ekki yfirlýsing um vantraust í hans garð. Ákvörðun um að auglýsa stöðuna varðaði að engu leyti athugasemdir skólameistarans við hugmyndir ráðherra að breytingum. En ráðherra hefur sérstaklega hvatt til umræðu um þær hugmyndir og heimsótt alla 27 framhaldsskóla ríkisins í þeim tilgangi. Ekkert ákveðið með framhaldið Ársæll hafi undirritað móttöku á bréfi dagsettu 27. nóvember þar sem ákvörðun ráðherra um að auglýsa embætti skólameistara við Borgarholtsskóla laust til umsóknar hafi komið fram. Annar fundur hafi verið haldinn með Ársæli hinn 1. desember, þar sem meðal annars hafi verið rætt um komandi tíma í störfum Ársæls. Engin ákvörðun liggi fyrir á þessum tímapunkti um þau mál. Ráðherra hafi óvænt verið kallaður á spítala til rannsókna og þó svo að Ársæll hafi ekki verið upplýstur um þær aðstæður, hafi hann á grundvelli upplýsinga frá ráðuneytisstjóra verið meðvitaður um að vænta mætti frekara samtals í næstu viku. Hafa ekki tekið ákvörðun um aðra og ákvörðunin ekki fordæmalaus „Af gefnu tilefni er rétt að komi fram að ekki hefur verið ákveðið að framlengja skipun neins skólameistara, með lögbundnum 6 mánaða fresti, eftir 17. september síðastliðinn. Þá voru hugmyndir um nýjar svæðisskrifstofur framhaldsskóla kynntar á vef ráðuneytisins. Síðast voru auglýst laus embætti skólameistara Fjölbrautaskólans í Austur-Skaftafellssýslu, skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Verkmenntaskóla Austurlands hinn 24. júní síðastliðinn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Einungis ein ákvörðun þar að lútandi sé framundan á árinu 2026. Sú ákvörðun verði tekin í samræmi við lög og þær aðstæður sem þá verða uppi, meðal annars varðandi stöðu fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu. Hjá ríkinu séu ýmis fordæmi fyrir því að forstöðumönnum stofnana sé tilkynnt að embætti þeirra verði auglýst. Síðast hafi slík tilkynning verið send frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna embættis skólameistara í desember 2023. Jafnframt hafi tveimur embættismönnum þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis verið tilkynnt um að ákveðið hefði verið að auglýsa embætti þeirra laus til umsókna árin 2019 og 2020. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðan í gær mun Ársæll senn láta af störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll sagði í tölvubréfi til starfsfólks skólans að hann teldi augljóst hvað lægi að baki ákvörðunar ráðherra. Hann hefur verið gagnrýninn á hugmyndir ráðherrans um framhaldsskólakerfið og líkti þeim við naglasúpu í kvöldfréttum Sýnar í september. Þá komst hann í fréttir í janúar þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hringdi í hann vegna týnds skópars barnabarns hennar. Bregðast við með tilkynningu á vefnum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú birt tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands um málið en ráðherra hefur ekki tjáð sig um málið. Í morgun var tilkynnt á þingfundi að hann lægi á sjúkrahúsi. Þar segir að Ársæll hafi verið boðaður til fundar í ráðuneytinu þann 25. nóvember síðastliðinn. Tilefnið hafi verið að skipunartími hans í embætti skólameistara Borgarholtsskóla rennur út í lok júní á komandi ári. Fundurinn hafi síðan farið fram fimmtudaginn 27. nóvember. Fundinn hafi setið ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og mannauðs- og gæðastjóri ráðuneytisins en ráðherra hafi verið erlendis. Ársæll hafi verið upplýstur með lögbundnum fyrirvara að ráðherra hefði tekið ákvörðun, í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla lausa til umsóknar þegar skipunartíma Ársæls lýkur hinn 30. júní 2026. Varði athugasemdir Ársæls ekki „Grundvöllur þessarar ákvörðunar var skýrður fyrir Ársæli, sem eru fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á framhaldsskólastiginu með nýjum svæðisskrifstofum. Á þessum tímapunkti ríkir óvissa varðandi útfærslu þeirra breytinga en gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur að nýju fyrirkomulagi liggi fyrir í byrjun næsta árs.“ Skólameistarar framhaldsskóla séu skipaðir tímabundið til fimm ára. Áður en skipunartími rennur út sé lagt mat á hvort ástæða sé til að auglýsa embætti skólameistara laust til umsóknar. Það sé heimilt samkvæmt lögum ef skólameistara er tilkynnt um það eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út. Í ljósi boðaðra breytinga hafi verið talið rétt að auglýsa stöðuna þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. „Tekið var fram á fundinum að ekkert væri því til fyrirstöðu að Ársæll sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Það var sérstaklega tekið fram að í ákvörðun ráðherra fælist ekki yfirlýsing um vantraust í hans garð. Ákvörðun um að auglýsa stöðuna varðaði að engu leyti athugasemdir skólameistarans við hugmyndir ráðherra að breytingum. En ráðherra hefur sérstaklega hvatt til umræðu um þær hugmyndir og heimsótt alla 27 framhaldsskóla ríkisins í þeim tilgangi. Ekkert ákveðið með framhaldið Ársæll hafi undirritað móttöku á bréfi dagsettu 27. nóvember þar sem ákvörðun ráðherra um að auglýsa embætti skólameistara við Borgarholtsskóla laust til umsóknar hafi komið fram. Annar fundur hafi verið haldinn með Ársæli hinn 1. desember, þar sem meðal annars hafi verið rætt um komandi tíma í störfum Ársæls. Engin ákvörðun liggi fyrir á þessum tímapunkti um þau mál. Ráðherra hafi óvænt verið kallaður á spítala til rannsókna og þó svo að Ársæll hafi ekki verið upplýstur um þær aðstæður, hafi hann á grundvelli upplýsinga frá ráðuneytisstjóra verið meðvitaður um að vænta mætti frekara samtals í næstu viku. Hafa ekki tekið ákvörðun um aðra og ákvörðunin ekki fordæmalaus „Af gefnu tilefni er rétt að komi fram að ekki hefur verið ákveðið að framlengja skipun neins skólameistara, með lögbundnum 6 mánaða fresti, eftir 17. september síðastliðinn. Þá voru hugmyndir um nýjar svæðisskrifstofur framhaldsskóla kynntar á vef ráðuneytisins. Síðast voru auglýst laus embætti skólameistara Fjölbrautaskólans í Austur-Skaftafellssýslu, skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Verkmenntaskóla Austurlands hinn 24. júní síðastliðinn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Einungis ein ákvörðun þar að lútandi sé framundan á árinu 2026. Sú ákvörðun verði tekin í samræmi við lög og þær aðstæður sem þá verða uppi, meðal annars varðandi stöðu fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu. Hjá ríkinu séu ýmis fordæmi fyrir því að forstöðumönnum stofnana sé tilkynnt að embætti þeirra verði auglýst. Síðast hafi slík tilkynning verið send frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna embættis skólameistara í desember 2023. Jafnframt hafi tveimur embættismönnum þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis verið tilkynnt um að ákveðið hefði verið að auglýsa embætti þeirra laus til umsókna árin 2019 og 2020.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira