Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 17:39 Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Snævar Örn Kristmannsson með verðlaun sín sem Íþróttafólk ársins sem þau voru bæði að vinna í fyrsta sinn. Vísir/Lýður Valberg Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Snævar Örn Kristmannsson voru í dag útnefnd besta íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fyrir árið 2025. Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag framúrskarandi íþróttafólk og brautryðjendur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Á þessari árlegu athöfn ÍF voru kynnt Íþróttakona og Íþróttamaður ÍF 2025 auk þess sem Hvataverðlaun ÍF voru afhent. Í ár hlaut frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttakona ÍF 2025 og var sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson útnefndur Íþróttamaður ÍF 2025. Magnús Orri Arnarson hlaut Hvataverðlaun ÍF fyrir framúrskarandi starf í þágu íþróttafólks með fötlun. Ingeborg Eide og Snævar Örn voru bæði að fá þessi verðlaun í fyrsta skipti. Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti eitt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Ingeborg setti metið á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi dagana 27. september – 5. október. Ingeborg tók þátt á þremur mótum erlendis árið 2025, Grand Prix í París í Frakklandi, Grand Prix í Olomouc í Tékklandi og Heimsmeistaramót IPC í Nýju Delí á Indlandi. Á Grand Prix í París endaði Ingeborg í 2. sæti með kast upp á 9,00 metra. Á Grand Prix í Tékklandi endaði hún í 3. sæti með kast upp á 9,52 metra en það mót var fyrsta kvenna Grand Prix-mótið í sögunni hjá IPC. Ingeborg endaði tímabilið á því að keppa á Heimsmeistaramóti IPC í New Delhi á Indlandi. Þar lauk hún keppni í 6. sæti með kast upp á 10,08 metra sem var nýtt Íslandsmet í hennar flokki og í fyrsta skiptið sem Ingeborg kastar yfir 10 metra. Árið 2024 keppti Ingeborg á sínum fyrstu Paralympics sem fram fóru í París en hún hefur einnig tekið þátt áður í heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands hönd. Á síðustu árum hefur hún tekið stórstígum framförum og öðlaðist keppnisrétt í París með svokölluðu „high performance” lágmarki en hún hefur síðustu misseri skipað sér á sess með tíu fremstu kösturum heims í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Snævar Örn Kristmannsson setti samtals 33 Íslandsmet í sundi árið 2025. Á árinu bætti hann sig í öllum sínum helstu greinum, þar á meðal 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi, 50 metra og 100 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 100 metra og 200 metra fjórsundi. Á Íslandsmóti SSÍ setti Snævar þrenn Evrópumet í 100 metra flugsundi á tímanum 59,77 sek, 200 metra flugsundi á tímanum 2:14,57 mín. og 100 metra fjórsundi á tímanum 1:06,65 mín. Á mótinu setti Snævar einnig heimsmet í 50 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 26,69 sek. Á Norðurlandamótinu í sundi setti Snævar Evrópumet í tveimur greinum, 100 metra flugsundi með tímann 59,61 sek og 200 metra fjórsundi með tímann 2:25,75. Snævar tók þátt í heimsmeistaramóti VIRTUS sem fór fram í Bangkok í Tælandi en þar náði hann í þrenn silfurverðlaun í 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi og bætti einnig Íslandsmet í öllum þremur greinunum. Í 50 metra skriðsundi endaði Snævar í fimmta sæti á nýju Íslandsmeti. Virtus eru alþjóðleg samtök sem halda utan um afreksíþróttafólk með þroskahamlanir og einhverfu þar sem keppt er eftir reglum samkvæmt IPC. Snævar keppir innan raða Virtus í flokki II3, sem er flokkur fyrir íþróttafólk með einhverfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snævar hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Málefni fatlaðs fólks Sund Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag framúrskarandi íþróttafólk og brautryðjendur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Á þessari árlegu athöfn ÍF voru kynnt Íþróttakona og Íþróttamaður ÍF 2025 auk þess sem Hvataverðlaun ÍF voru afhent. Í ár hlaut frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttakona ÍF 2025 og var sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson útnefndur Íþróttamaður ÍF 2025. Magnús Orri Arnarson hlaut Hvataverðlaun ÍF fyrir framúrskarandi starf í þágu íþróttafólks með fötlun. Ingeborg Eide og Snævar Örn voru bæði að fá þessi verðlaun í fyrsta skipti. Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti eitt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Ingeborg setti metið á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi dagana 27. september – 5. október. Ingeborg tók þátt á þremur mótum erlendis árið 2025, Grand Prix í París í Frakklandi, Grand Prix í Olomouc í Tékklandi og Heimsmeistaramót IPC í Nýju Delí á Indlandi. Á Grand Prix í París endaði Ingeborg í 2. sæti með kast upp á 9,00 metra. Á Grand Prix í Tékklandi endaði hún í 3. sæti með kast upp á 9,52 metra en það mót var fyrsta kvenna Grand Prix-mótið í sögunni hjá IPC. Ingeborg endaði tímabilið á því að keppa á Heimsmeistaramóti IPC í New Delhi á Indlandi. Þar lauk hún keppni í 6. sæti með kast upp á 10,08 metra sem var nýtt Íslandsmet í hennar flokki og í fyrsta skiptið sem Ingeborg kastar yfir 10 metra. Árið 2024 keppti Ingeborg á sínum fyrstu Paralympics sem fram fóru í París en hún hefur einnig tekið þátt áður í heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands hönd. Á síðustu árum hefur hún tekið stórstígum framförum og öðlaðist keppnisrétt í París með svokölluðu „high performance” lágmarki en hún hefur síðustu misseri skipað sér á sess með tíu fremstu kösturum heims í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Snævar Örn Kristmannsson setti samtals 33 Íslandsmet í sundi árið 2025. Á árinu bætti hann sig í öllum sínum helstu greinum, þar á meðal 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi, 50 metra og 100 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 100 metra og 200 metra fjórsundi. Á Íslandsmóti SSÍ setti Snævar þrenn Evrópumet í 100 metra flugsundi á tímanum 59,77 sek, 200 metra flugsundi á tímanum 2:14,57 mín. og 100 metra fjórsundi á tímanum 1:06,65 mín. Á mótinu setti Snævar einnig heimsmet í 50 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 26,69 sek. Á Norðurlandamótinu í sundi setti Snævar Evrópumet í tveimur greinum, 100 metra flugsundi með tímann 59,61 sek og 200 metra fjórsundi með tímann 2:25,75. Snævar tók þátt í heimsmeistaramóti VIRTUS sem fór fram í Bangkok í Tælandi en þar náði hann í þrenn silfurverðlaun í 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi og bætti einnig Íslandsmet í öllum þremur greinunum. Í 50 metra skriðsundi endaði Snævar í fimmta sæti á nýju Íslandsmeti. Virtus eru alþjóðleg samtök sem halda utan um afreksíþróttafólk með þroskahamlanir og einhverfu þar sem keppt er eftir reglum samkvæmt IPC. Snævar keppir innan raða Virtus í flokki II3, sem er flokkur fyrir íþróttafólk með einhverfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snævar hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Málefni fatlaðs fólks Sund Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira