Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2025 14:17 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að hætta við fyrirætlanir sínar um að breyta útfærsli á stökksvæði í langstökki. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það með þessu vera að forða sér undan stríði við langstökkvara. Fyrr á árinu var greint frá því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið væri að íhuga að gera þessar breytingar á greininni sem hefði gert stökkvurunum sjálfum kleift að stökkva innan stærra svæðis. Hvað hefði breyst? Núverandi planki, sem hefur verið við lýði til fjölda ára, samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefði innleitt sínar hugmyndir þá yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk. Í tengslum við þetta ræddi íþróttadeild við einn fremsta langstökkvara landsins, Daníel Inga Egilsson, sem sagði í febrúar fyrr á þessu ári að hann væri alls ekki hrifinn af þessari hugmynd. „Mér finnst hún í raun alveg út í hött,“ bætti Daníel við. Daníel var ekki eini langstökkvarinn sem setti sig upp á móti téðum hugmyndum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og virðist gagnrýni stökkvaranna hafa ýtt við forráðamönnum sambandsins. „Raunveruleikinn er sá að íþróttafólkið vill ekki þessar breytingar,“ segir Joe Ridgeon, framkvæmdastjóri Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í samtali við The Guardian. „Þar af leiðandi munum við ekki innleiða þessa hugmynd. Í enda dags ferðu ekki í stríð við mikilvægasta fólk greinarinnar.“ Hann segir sambandið ekki sjá eftir því að hafa farið í þá vinnu að reyna koma á breytingum í greininni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sjá meira
Fyrr á árinu var greint frá því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið væri að íhuga að gera þessar breytingar á greininni sem hefði gert stökkvurunum sjálfum kleift að stökkva innan stærra svæðis. Hvað hefði breyst? Núverandi planki, sem hefur verið við lýði til fjölda ára, samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefði innleitt sínar hugmyndir þá yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk. Í tengslum við þetta ræddi íþróttadeild við einn fremsta langstökkvara landsins, Daníel Inga Egilsson, sem sagði í febrúar fyrr á þessu ári að hann væri alls ekki hrifinn af þessari hugmynd. „Mér finnst hún í raun alveg út í hött,“ bætti Daníel við. Daníel var ekki eini langstökkvarinn sem setti sig upp á móti téðum hugmyndum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og virðist gagnrýni stökkvaranna hafa ýtt við forráðamönnum sambandsins. „Raunveruleikinn er sá að íþróttafólkið vill ekki þessar breytingar,“ segir Joe Ridgeon, framkvæmdastjóri Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í samtali við The Guardian. „Þar af leiðandi munum við ekki innleiða þessa hugmynd. Í enda dags ferðu ekki í stríð við mikilvægasta fólk greinarinnar.“ Hann segir sambandið ekki sjá eftir því að hafa farið í þá vinnu að reyna koma á breytingum í greininni.
Hvað hefði breyst? Núverandi planki, sem hefur verið við lýði til fjölda ára, samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefði innleitt sínar hugmyndir þá yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sjá meira