Vilja koma á óhollustuskatti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2025 21:21 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Vísir/Bjarki Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra. Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra.
Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira