Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar 3. desember 2025 07:03 Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun