Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar 2. desember 2025 13:00 Jólatré eru ómissandi hluti jólahaldsins hjá flestum landsmönnum. Siðurinn barst til landsins seint á 19. öld með dönskum kaupmönnum. Þar sem sígræn tré uxu ekki á Íslandi var þörf á innflutningi. Þar til ræktun hófst, var algengt að Íslendingar útbyggju heimagerð jólatré úr tréstoðum vöfðum sígrænu efni úr náttúrunni eins og sortulyngi, krækilyngi og eini. Slík tré voru notuð fram yfir miðja síðustu öld. Ræktun á jólatrjám hérlendis hófst um það leyti. Fyrstu íslensku jólatrén komu á markað í kringum 1970 og til að byrja með var rauðgreni aðaltegundin. Í dag eru jólatré ræktuð víða, bæði hjá skógræktarfélögum um allt land, skógarbændum og í þjóðskógunum. Áætla má að felld verði í kringum 10.000 jólatré hér á landi þetta árið, bæði heimilistré, torgtré sem prýða bæjarfélög um allt land og svokölluð tröpputré. Einnig eru greinar klipptar og seldar og notaðar í skreytingar. Margar tegundir sígrænna trjáa henta sem jólatré. Stafafura hefur verið vinsælasta jólatréð hér síðustu áratugi. Hún er dökkgræn, ilmar vel og fellir ekki barrið ef vel er hugsað um hana. Stafafuran hentar vel til skreytinga þar sem nokkuð rúmt er á milli greinakransa. Auk stafafuru er höggvið blágreni, sitkagreni og fjallaþinur sem jólatré ásamt hinu hefðbundna, þétta og ilmandi rauðgreni sem heldur hefur látið undan, síga því blágreni og sitkagreni halda nálum sínum betur en rauðgrenið. Undanfarin ár hefur það notið sívaxandi vinsælda að skógræktarfélög, skógarbændur og Land og skógur bjóði almenningi í skógana á aðventunni. Víða er boðið upp á að fólk geti valið sér tré og höggvið sjálft. Sums staðar eru komnir markaðir eða viðburðir í tengslum við þessa skemmtilegu hefð. Hjá mörgum fjölskyldum er slíkt orðið fastur liður í jólaundirbúningi og veitir kærkomið frí frá jólastressinu að koma út í skóg. Jólatré eru lifandi og meðhöndlun þeirra skiptir miklu máli. Nýhöggvið tré þarf að standa á köldum stað þangað til það er tekið inn í stofu. Þegar jólatréð er sett í fót er gott að saga þunna sneið neðan af stofninum og stinga því í beint í jólatrésfót með vatni. Sumir setja sjóðandi vatn ofan í fótinn þegar tréð er komið í til að opna fyrir viðaræðarnar svo trén nái að draga upp vatn. Eftir það verður að vökva trén með köldu vatni og gæta þess að ekki þorni í fætinum, sérstaklega fyrstu dagana meðan tréð er að fylla sig af vatni. Ef þessum reglum er fylgt stendur tréð ferskt og ilmandi allar hátíðirnar. Íslensk jólatré eru umhverfisvænni en innflutt lifandi tré eða gervitré. Þau eru ræktuð án eiturefna, ólíkt þeim trjám sem flutt eru til landsins. Erlendis þarf almennt að nota illgresis- og skordýraeitur við ræktun trjánna. Íslensku trén eru flutt stutta leið á markað, hafa minna kolefnisspor og eftir hátíðarnar eru þau endurunnin og nýtt í moltugerð. Lifandi tré eru alltaf umhverfisvænni en gervitré úr plasti sem flutt eru yfir hálfan hnöttinn og ill- eða ómögulegt er að endurvinna þegar þeim er hent. Íslensku trén eru oftast hluti af grisjun skógarreita, sem gengur ekki á skóglendi heldur stuðlar að betri vexti eftirstandandi trjáa. Með því að velja íslenskt jólatré styður þú beint við skógrækt á Íslandi, en fyrir hvert selt tré er hægt að gróðursetja 30–40 ný tré, auk þess sem tekjur af jólatrjám nýtast til uppbyggingar skóga til útivistar og yndis almennings. Nánari upplýsingar um sölustaði jólatrjáa má finna á skog.is/jolatrjaavefurinn/. Veljum íslenskt! Höfundur er verkefnastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Jól Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Jólatré eru ómissandi hluti jólahaldsins hjá flestum landsmönnum. Siðurinn barst til landsins seint á 19. öld með dönskum kaupmönnum. Þar sem sígræn tré uxu ekki á Íslandi var þörf á innflutningi. Þar til ræktun hófst, var algengt að Íslendingar útbyggju heimagerð jólatré úr tréstoðum vöfðum sígrænu efni úr náttúrunni eins og sortulyngi, krækilyngi og eini. Slík tré voru notuð fram yfir miðja síðustu öld. Ræktun á jólatrjám hérlendis hófst um það leyti. Fyrstu íslensku jólatrén komu á markað í kringum 1970 og til að byrja með var rauðgreni aðaltegundin. Í dag eru jólatré ræktuð víða, bæði hjá skógræktarfélögum um allt land, skógarbændum og í þjóðskógunum. Áætla má að felld verði í kringum 10.000 jólatré hér á landi þetta árið, bæði heimilistré, torgtré sem prýða bæjarfélög um allt land og svokölluð tröpputré. Einnig eru greinar klipptar og seldar og notaðar í skreytingar. Margar tegundir sígrænna trjáa henta sem jólatré. Stafafura hefur verið vinsælasta jólatréð hér síðustu áratugi. Hún er dökkgræn, ilmar vel og fellir ekki barrið ef vel er hugsað um hana. Stafafuran hentar vel til skreytinga þar sem nokkuð rúmt er á milli greinakransa. Auk stafafuru er höggvið blágreni, sitkagreni og fjallaþinur sem jólatré ásamt hinu hefðbundna, þétta og ilmandi rauðgreni sem heldur hefur látið undan, síga því blágreni og sitkagreni halda nálum sínum betur en rauðgrenið. Undanfarin ár hefur það notið sívaxandi vinsælda að skógræktarfélög, skógarbændur og Land og skógur bjóði almenningi í skógana á aðventunni. Víða er boðið upp á að fólk geti valið sér tré og höggvið sjálft. Sums staðar eru komnir markaðir eða viðburðir í tengslum við þessa skemmtilegu hefð. Hjá mörgum fjölskyldum er slíkt orðið fastur liður í jólaundirbúningi og veitir kærkomið frí frá jólastressinu að koma út í skóg. Jólatré eru lifandi og meðhöndlun þeirra skiptir miklu máli. Nýhöggvið tré þarf að standa á köldum stað þangað til það er tekið inn í stofu. Þegar jólatréð er sett í fót er gott að saga þunna sneið neðan af stofninum og stinga því í beint í jólatrésfót með vatni. Sumir setja sjóðandi vatn ofan í fótinn þegar tréð er komið í til að opna fyrir viðaræðarnar svo trén nái að draga upp vatn. Eftir það verður að vökva trén með köldu vatni og gæta þess að ekki þorni í fætinum, sérstaklega fyrstu dagana meðan tréð er að fylla sig af vatni. Ef þessum reglum er fylgt stendur tréð ferskt og ilmandi allar hátíðirnar. Íslensk jólatré eru umhverfisvænni en innflutt lifandi tré eða gervitré. Þau eru ræktuð án eiturefna, ólíkt þeim trjám sem flutt eru til landsins. Erlendis þarf almennt að nota illgresis- og skordýraeitur við ræktun trjánna. Íslensku trén eru flutt stutta leið á markað, hafa minna kolefnisspor og eftir hátíðarnar eru þau endurunnin og nýtt í moltugerð. Lifandi tré eru alltaf umhverfisvænni en gervitré úr plasti sem flutt eru yfir hálfan hnöttinn og ill- eða ómögulegt er að endurvinna þegar þeim er hent. Íslensku trén eru oftast hluti af grisjun skógarreita, sem gengur ekki á skóglendi heldur stuðlar að betri vexti eftirstandandi trjáa. Með því að velja íslenskt jólatré styður þú beint við skógrækt á Íslandi, en fyrir hvert selt tré er hægt að gróðursetja 30–40 ný tré, auk þess sem tekjur af jólatrjám nýtast til uppbyggingar skóga til útivistar og yndis almennings. Nánari upplýsingar um sölustaði jólatrjáa má finna á skog.is/jolatrjaavefurinn/. Veljum íslenskt! Höfundur er verkefnastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun