Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Lovísa Arnardóttir skrifar 2. desember 2025 09:08 Jóhannes Bjarni er reiður vegna fráfalls bróðursonar síns, Þorleifs Stefáns. Bylgjan Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Bróðursonur Jóhannesar Bjarna Eðvarðssonar, Þorleifur Stefán Bernharðsson, lést þann 12. nóvember eftir baráttu við fjölþættan fíknivanda. Jóhannes Bjarni skrifaði minningargrein þann 26. nóvember í Morgunblaðið þar sem hann lýsti reiði sinni. „Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að fylgja til grafar 18 ára bróðursyni mínum honum Þorleifi Stefán sem tapaði lífinu í baráttunni við sjúkdóm sinn. Hans barátta hafði staðið yfir í langan tíma. Hann var barn. Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að horfa upp á brotna foreldra hans sem hafa staðið í linnulausri baráttu við að fá syni sínum þá hjálp sem hann þurfti, en ekki haft erindi sem erfiði,“ segir Jóhannes Bjarni í minningargreininni þar sem hann svo telur upp fjölda annarra atriða sem hafa gert hann reiðan. Eins og úrræðaleysi í málaflokknum og skort á meðferðarúrræðum. „Fyrst og fremst var ég reiður yfir örlögum hans,“ segir Jóhannes Bjarni sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að líf Þorleifs Stefáns hafi ekki þurft að fara svona. Þorleifur Stefán hafi verið hress, líflegur strákur, tvíburabróðir og það hafi alltaf verið fjör í kringum þá bræður. Eins og mörg önnur börn hafi hann verið með greiningu á athyglisbresti. Andleg líðan hans hafi svo snarlega versnað fyrir um þremur árum og hvorki Þorleifur sjálfur né aðstandendur hans hafi ráðið vel við það. „Svo finnur hann sér slökun, frjó eða hvernig á að orða það, í vímu,“ segir Jóhannes Bjarni og að einhverju leyti hafi það verið hans leið til að takast á við sína vanlíðan. Það sé tilfellið hjá mörgum börnum og fólki almennt því málaflokknum sé sinnt svo illa. Fólk fari þessa leið. Foreldrar sem reyndu allt Jóhannes Bjarni segir foreldra Þorleifs Stefáns hafa verið hans meginstoð og þau hafi lagt allt undir í sínu lífi til að berjast í þessum málum. „Þau hafa lagt nótt við dag við það að berjast í hans málum og fá hans réttindi,“ segir hann og nefnir í því samhengi Barna- og fjölskyldustofu og að þau hafi barist fyrir því að fá fyrir hann lögbundna þjónustu. Hann segir Þorleif Stefán hafa verið með fjölþættan vanda og til dæmis hafi hann ekki getað fengið aðstoð á Barna- og unglingageðdeild, Bugl, vegna þess að hann hafi verið að glíma við vímuefnavanda. Þar hafi foreldrar hans fengið þau svör að vímuefnavandinn væri félagsmál og að hann ætti þess vegna ekki heima á Bugl. Í staðinn hafi verið farið með hann á Stuðla. „Endalausar ferðir á Stuðla sem eru í raun og veru ekkert annað en geymsla. Það er ekkert verið að vinna með þessum börnum,“ segir hann. Jóhannes Bjarni gagnrýnir ýmsar ákvarðanir Barna- og fjölskyldustofu í þessum málaflokki og segir sumar þeirra hreinlega hafa verið skaðlegar og rangar; til dæmis að færa sálfræðing sem starfaði á Stuðlum af vettvangi og á skrifstofu stofnunarinnar í Borgartúni. Brotið á réttindum hans Hann segir mál Þorleifs hafa verið tekið til skoðunar hjá Gæða- og eftirlitsnefnd velferðarmála sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á rétti hans með því að neita honum um langtímameðferð. Eins og stendur er engin langtímameðferð í boði fyrir drengi á Íslandi. Stefnt er að því að opna meðferðarúrræðið Lækjarbanni verði opnað í Gunnarsholti eftir áramót en foreldrar barna í vímuefnavanda hafa gagnrýnt úrræðaleysið og einhverjir farið með börnin sín til Suður-Afríku. Jóhannes Bjarni ber þetta saman við það þegar fólk fer í kulnun og fær þjónustu hjá Virk sem er á vegum Vinnumálastofnunar. Þar er fólk í þjónustu í allt að ár og fær aðgang að hvers kyns úrræðum og er „varlega sett“ aftur á vinnumarkað. „En við börnin okkar, þegar þau lenda í þessu, sem eru áföll, börnin okkar eru að lenda í áföllum. Þau fá einhverja geymslu í tvær vikur og síðan eru þau sett út, í hendurnar á foreldrum sínum og skólakerfinu. Þannig trítum við börnin okkar.“ Jóhannes Bjarni segir síðustu sólarhringa Þorleifs Stefáns því miður ekki hafa verið fallega eða góða. „Daginn sem þú verður 18 ára ertu orðinn fullorðinn og ræður þér sjálfur. Þá breytist allt, þá eru engar takmarkanir lengur.“ Gekk út af fíknigeðdeild Þorleifur Stefán fór inn á fíknigeðdeild Landspítalans í innlögn en Þorleifur Stefán fór sjálfur. „Það gerðist í hans tilfelli að hann gekk út þaðan og á innan við sólarhring fannst hann látinn,“ segir Jóhannes Bjarni. Hann segir foreldra hans hafa óskað þess að hann myndi fá að vera en vegna þess að hann var 18 ára hefði þurft að neyðarvista hann. Ekki hafi verið talin ástæða til þess á þeim tíma og enginn getur dæmt um það hvort það hafi verið rétt ákvörðun. Hann segir áríðandi að taka grettistaki í þessum málaflokki. „Það er neyðarástand,“ segir hann og að það þurfi að bregðast við strax. Þeim eigi eftir að fjölga sem deyja verði ekki brugðist við. Vandinn sé fjölþættur og það sé þörf á mörgum nýjum úrræðum. Hann segir það staðfest í mörgum skýrslum Umboðsmanns Alþingis að þetta kerfi sé búið að fá falleinkunn. „Þetta er neyðarástand og þetta er okkur til skammar.“ Allt kerfið að klikka Hann segir þetta mál sem stjórnmálamenn eigi ekki að gera að pólitísku máli. „Þið berið öll ábyrgð og þið eruð öll búin að klikka. Allir þessir flokkar hafa verið í meirihluta og minnihluta. Þau hafa setið beggja vegna og ef þið ætlið að gera þetta að einhverju argaþrasi og kjaftæði, það er ekki í boði.“ Hann segir það líka skömm stofnana sem stjórnmálamenn hafi sett þessi verkefni að hafa þetta í lagi og það hafi ekki verið gert. Það megi vel vera að stofnanirnar séu undirfjármagnaðar en það sé fullt af peningum í málaflokknum. Fíkn Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Réttindi barna Meðferðarheimili Málefni Stuðla Geðheilbrigði Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Bróðursonur Jóhannesar Bjarna Eðvarðssonar, Þorleifur Stefán Bernharðsson, lést þann 12. nóvember eftir baráttu við fjölþættan fíknivanda. Jóhannes Bjarni skrifaði minningargrein þann 26. nóvember í Morgunblaðið þar sem hann lýsti reiði sinni. „Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að fylgja til grafar 18 ára bróðursyni mínum honum Þorleifi Stefán sem tapaði lífinu í baráttunni við sjúkdóm sinn. Hans barátta hafði staðið yfir í langan tíma. Hann var barn. Í dag er ég reiður vegna þess að ég þarf að horfa upp á brotna foreldra hans sem hafa staðið í linnulausri baráttu við að fá syni sínum þá hjálp sem hann þurfti, en ekki haft erindi sem erfiði,“ segir Jóhannes Bjarni í minningargreininni þar sem hann svo telur upp fjölda annarra atriða sem hafa gert hann reiðan. Eins og úrræðaleysi í málaflokknum og skort á meðferðarúrræðum. „Fyrst og fremst var ég reiður yfir örlögum hans,“ segir Jóhannes Bjarni sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að líf Þorleifs Stefáns hafi ekki þurft að fara svona. Þorleifur Stefán hafi verið hress, líflegur strákur, tvíburabróðir og það hafi alltaf verið fjör í kringum þá bræður. Eins og mörg önnur börn hafi hann verið með greiningu á athyglisbresti. Andleg líðan hans hafi svo snarlega versnað fyrir um þremur árum og hvorki Þorleifur sjálfur né aðstandendur hans hafi ráðið vel við það. „Svo finnur hann sér slökun, frjó eða hvernig á að orða það, í vímu,“ segir Jóhannes Bjarni og að einhverju leyti hafi það verið hans leið til að takast á við sína vanlíðan. Það sé tilfellið hjá mörgum börnum og fólki almennt því málaflokknum sé sinnt svo illa. Fólk fari þessa leið. Foreldrar sem reyndu allt Jóhannes Bjarni segir foreldra Þorleifs Stefáns hafa verið hans meginstoð og þau hafi lagt allt undir í sínu lífi til að berjast í þessum málum. „Þau hafa lagt nótt við dag við það að berjast í hans málum og fá hans réttindi,“ segir hann og nefnir í því samhengi Barna- og fjölskyldustofu og að þau hafi barist fyrir því að fá fyrir hann lögbundna þjónustu. Hann segir Þorleif Stefán hafa verið með fjölþættan vanda og til dæmis hafi hann ekki getað fengið aðstoð á Barna- og unglingageðdeild, Bugl, vegna þess að hann hafi verið að glíma við vímuefnavanda. Þar hafi foreldrar hans fengið þau svör að vímuefnavandinn væri félagsmál og að hann ætti þess vegna ekki heima á Bugl. Í staðinn hafi verið farið með hann á Stuðla. „Endalausar ferðir á Stuðla sem eru í raun og veru ekkert annað en geymsla. Það er ekkert verið að vinna með þessum börnum,“ segir hann. Jóhannes Bjarni gagnrýnir ýmsar ákvarðanir Barna- og fjölskyldustofu í þessum málaflokki og segir sumar þeirra hreinlega hafa verið skaðlegar og rangar; til dæmis að færa sálfræðing sem starfaði á Stuðlum af vettvangi og á skrifstofu stofnunarinnar í Borgartúni. Brotið á réttindum hans Hann segir mál Þorleifs hafa verið tekið til skoðunar hjá Gæða- og eftirlitsnefnd velferðarmála sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á rétti hans með því að neita honum um langtímameðferð. Eins og stendur er engin langtímameðferð í boði fyrir drengi á Íslandi. Stefnt er að því að opna meðferðarúrræðið Lækjarbanni verði opnað í Gunnarsholti eftir áramót en foreldrar barna í vímuefnavanda hafa gagnrýnt úrræðaleysið og einhverjir farið með börnin sín til Suður-Afríku. Jóhannes Bjarni ber þetta saman við það þegar fólk fer í kulnun og fær þjónustu hjá Virk sem er á vegum Vinnumálastofnunar. Þar er fólk í þjónustu í allt að ár og fær aðgang að hvers kyns úrræðum og er „varlega sett“ aftur á vinnumarkað. „En við börnin okkar, þegar þau lenda í þessu, sem eru áföll, börnin okkar eru að lenda í áföllum. Þau fá einhverja geymslu í tvær vikur og síðan eru þau sett út, í hendurnar á foreldrum sínum og skólakerfinu. Þannig trítum við börnin okkar.“ Jóhannes Bjarni segir síðustu sólarhringa Þorleifs Stefáns því miður ekki hafa verið fallega eða góða. „Daginn sem þú verður 18 ára ertu orðinn fullorðinn og ræður þér sjálfur. Þá breytist allt, þá eru engar takmarkanir lengur.“ Gekk út af fíknigeðdeild Þorleifur Stefán fór inn á fíknigeðdeild Landspítalans í innlögn en Þorleifur Stefán fór sjálfur. „Það gerðist í hans tilfelli að hann gekk út þaðan og á innan við sólarhring fannst hann látinn,“ segir Jóhannes Bjarni. Hann segir foreldra hans hafa óskað þess að hann myndi fá að vera en vegna þess að hann var 18 ára hefði þurft að neyðarvista hann. Ekki hafi verið talin ástæða til þess á þeim tíma og enginn getur dæmt um það hvort það hafi verið rétt ákvörðun. Hann segir áríðandi að taka grettistaki í þessum málaflokki. „Það er neyðarástand,“ segir hann og að það þurfi að bregðast við strax. Þeim eigi eftir að fjölga sem deyja verði ekki brugðist við. Vandinn sé fjölþættur og það sé þörf á mörgum nýjum úrræðum. Hann segir það staðfest í mörgum skýrslum Umboðsmanns Alþingis að þetta kerfi sé búið að fá falleinkunn. „Þetta er neyðarástand og þetta er okkur til skammar.“ Allt kerfið að klikka Hann segir þetta mál sem stjórnmálamenn eigi ekki að gera að pólitísku máli. „Þið berið öll ábyrgð og þið eruð öll búin að klikka. Allir þessir flokkar hafa verið í meirihluta og minnihluta. Þau hafa setið beggja vegna og ef þið ætlið að gera þetta að einhverju argaþrasi og kjaftæði, það er ekki í boði.“ Hann segir það líka skömm stofnana sem stjórnmálamenn hafi sett þessi verkefni að hafa þetta í lagi og það hafi ekki verið gert. Það megi vel vera að stofnanirnar séu undirfjármagnaðar en það sé fullt af peningum í málaflokknum.
Fíkn Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Réttindi barna Meðferðarheimili Málefni Stuðla Geðheilbrigði Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira