Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 23:55 Stjórn FTT spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti. Í yfirlýsingu sem birt var á Facebook í kvöld segir stjórn FTT að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi uppruna slíkrar tónlistar og þar að auki grafi notkun hennar í sjónvarpi undan viðkvæmu starfsumhverfi höfunda og hljóðfæraleikara. Stjórnin spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Sé svo, vill stjórnin vita hvort það sé „yfirlýst stefna eða markmið“ hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna að draga úr aðkomu tónhöfunda að nýju íslensku efni og hvort búið sé að setja siðareglur um notkun gervigreindar. Þá spyr stjórn FTT einnig hvort forsvarsmenn Símans telji réttlætanlegt að sýna þætti sem „nýta tónlist, sem unnin er á því dökkgráa svæði sem spunagreindin byggir á“ og hvort forsvarsmönnum SagaFilm finnist „réttlætanlegt að stytta ykkur listræna leið með slíkri notkun“. „Allt eru þetta spurningar sem gott væri að fá svör við sem fyrst, en við hjá FTT teljum að brýn þörf sé á að setja siða- og umgengnisreglur um notkun gervigreindartónlistar,“ segir stjórnin. Stór hópur þekktra rithöfunda hefur höfðað mál gegn OpenAI, fyrirtækinu sem á ChatGPT, á þeim grunni að mállíkanið hafi verið þjálfað á höfundarréttarvörðu efni þeirra og annarra. Margir aðrir hópar hafa höfðað sambærileg mál gegn tæknifyrirtækjum. Forsvarsmenn OpenAI og annarra fyrirtækja sem hafa þróað mállíkön eins og ChatGPT hafa haldið því fram að notkun á slíku efni til að þjálfa gervigreind sé ekki brot á höfundarrétti, í Bandaríkjunum allvega. Bíó og sjónvarp Síminn Gervigreind Tónlist Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Facebook í kvöld segir stjórn FTT að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi uppruna slíkrar tónlistar og þar að auki grafi notkun hennar í sjónvarpi undan viðkvæmu starfsumhverfi höfunda og hljóðfæraleikara. Stjórnin spyr sérstaklega út í grínþættina Vesen, sem eru sýndir af Símanum en framleiddir af SagaFilm og hvort tónlistin í þeim hafi verið búin til af gervigreind. Sé svo, vill stjórnin vita hvort það sé „yfirlýst stefna eða markmið“ hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna að draga úr aðkomu tónhöfunda að nýju íslensku efni og hvort búið sé að setja siðareglur um notkun gervigreindar. Þá spyr stjórn FTT einnig hvort forsvarsmenn Símans telji réttlætanlegt að sýna þætti sem „nýta tónlist, sem unnin er á því dökkgráa svæði sem spunagreindin byggir á“ og hvort forsvarsmönnum SagaFilm finnist „réttlætanlegt að stytta ykkur listræna leið með slíkri notkun“. „Allt eru þetta spurningar sem gott væri að fá svör við sem fyrst, en við hjá FTT teljum að brýn þörf sé á að setja siða- og umgengnisreglur um notkun gervigreindartónlistar,“ segir stjórnin. Stór hópur þekktra rithöfunda hefur höfðað mál gegn OpenAI, fyrirtækinu sem á ChatGPT, á þeim grunni að mállíkanið hafi verið þjálfað á höfundarréttarvörðu efni þeirra og annarra. Margir aðrir hópar hafa höfðað sambærileg mál gegn tæknifyrirtækjum. Forsvarsmenn OpenAI og annarra fyrirtækja sem hafa þróað mállíkön eins og ChatGPT hafa haldið því fram að notkun á slíku efni til að þjálfa gervigreind sé ekki brot á höfundarrétti, í Bandaríkjunum allvega.
Bíó og sjónvarp Síminn Gervigreind Tónlist Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira