Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar 1. desember 2025 12:31 Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun