Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 10:36 Igor Thiago skellti í 13 stiga frammistöðu gegn Burnley. Getty/Mike Hewitt Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina. Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira