Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar 1. desember 2025 07:30 Nú berast hreint út sagt ömurlegar fréttir af vinnubrögðum starfsmanna BBC og í kjölfarið kom í ljós að bæði SVT í Svíþjóð og NRK í Noregi hafa ástundað svipuð vinnubrögð. Hvað eiga allir þessir miðlar sameiginlegt? Jú, þeir eru allir ríkisfjölmiðlar sem er eiginlega sorglegt þar sem slíkum miðlum eru lagðar en ríkari skyldur á herðar enda oftast fjármagnaðir með skattlagningu. Við Íslendingar fylgjumst með þessum fréttum og hljótum að spyrja okkur hvort þessi vinnubrögð eigi líka við um okkar ríkisfölmiðil. Svarið er augljóslega já og starfsmenn RÚV hafa ástundað svona vinnubrögð í áratugi. Um það eru fjölmörg þekkt dæmi. Það kom ekki óvart að sjá síðan starfsmann RÚV, Boga Ágústsson, kalla svona vinnubrögð eins og BBC ástundar mistök. En mistök eru óviljaverk en í þessu tilviki var um ásetning að ræða. Hann er viljaverk gerður með einhvern tilgang í huga og af þeim meiði eru vinnubrögð starfsmanna BBC. Þessi orð n Boga Ágústssonar sýna svart á hvítu hvernig siðferðinu er háttað upp í Efstaleiti, að það sem venjulegt fólk myndi kalla lögbrot og siðferðisbrest, teljast vera mistök að mati starfsmanns RÚV. Það er til dæmis fróðlegt að bera saman þegar Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, tóku þá ákvörðun á sínum tíma að víkja Sigmundi Sigurgeirssyni, dagskrárgerðar- og fréttamanni hjá svæðisútvarpi RÚV á Suðurlandi, frá og hætta að flytja fréttir fyrir RÚV. Ákvörðun Boga og Óðins kom í kjölfar þess að Sigmundur skrifaði pistil á bloggsíðu þar sem hann fjallaði um Bónusfeðga og yfirmenn KB banka með heldur óvægnum hætti. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni á sínum tíma segir hann að það sé mat hans og Óðins Jónssonar að „með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu“. En hver voru síðan viðbrögð RÚV þegar Helgi Seljan var fundin sekur um að brjóta siðareglur RÚV vegna vinnubragða er tengdust Samherja? Jú, siðareglurnar voru afnumdar. Greinilega ekki sama hver á í hlut. Það má einnig rifja upp þegar María Sigrún Hilmarsdóttir fjallaði um lóðamál Reykjarvíkurborgar en þar afhenti Reykjarvíkurborg lóðir til olíufélagana endurgjaldslaust sem voru milljarða virði. Starfsmenn Kveiks reyndu að þagga frétt um þennan gjafagjörning niður en í kjölfar þess að málið rataði inn í sali Alþingis varð að taka það upp og var gert í Kastljósþætti. Engum duldist að þetta mál átti erindi til almenings miðað við niðurstöðu innri endurskoðunar Reykjarvíkurborgar. Að ending sýndi það mál hið óheilbrigða samband starfsmanna RÚV við stjórnmálaflokk, að um suma er ekki fjallað með neikvæðum hætti og að launum verja þessir hinir sömu stjórnmálaflokkar stofnunina. Og hver voru viðbrögð Blaðamannafélagsins, þar sem formaðurinn er nú fyrrverandi starfsmaður RÚV, þegar byrlunarmálið kom upp? Jú, þynna út siðareglurnar og einum af þeim sem fékk stöðu sakbornings var falin sú vinna enda fyrrverandi starfsmaður RÚV líka. Listinn yfir svona vinnubrögð, sem hafa verið ástunduð af starfsmönnum RÚV er endalaus. Ef ætti að stikla á stóru má byrja á máli Jónínu Bjartmarz, en því máli var einmitt skellt fram í aðdraganda kosninganna 2007 og afleiðingarnar voru þær að Framsóknarflokkurinn þurkaðist nánast út. Hver kannast ekki við þessi vinnubrögð en þar sluppu þeir félagar, Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson, með skrekkinn en þeir fengu samt einn mest sakfellandi sýknudóm sem hefur fallið á Íslandi. Við getum rifjað upp tilraun til húsbrots í Grindavík og afsökun fréttastjóra RÚV, Heiðars Arnars Sigurfinnssonar, að það hefði verið vegna misskilnings og óðagots, frekar ódýr afsökun á því sem telst vera glæpur hjá öllu venjulegu fólki með siðferðið í lagi. Við getum rifjað upp hvernig Helgi Seljan og félagar klipptu til viðtal við Elínu Björgu Ragnarsdóttir og feldu það að allt öðru máli sem þeir voru að vinna með. Svona vinnubrögð eru frekar regla en undantekning hjá þessari stofnun. Við getum rifjað upp nýlegt dæmi, sem var í fréttum fyrir nokkrum dögum, en það er hvernig starfsmenn RÚV fjölluðu á sínum tíma um mál Steinþórs Gunnarssonar. Þegar hans mál komu upp á sínum tíma voru þau kynnt í beinni útsendingu með aðstoð frá starfsmönnum Sérstaks saksóknara. Þegar rykið settist og kom í ljós að ekkert saknæmt var í vinnubrögðum Steinþórs þá ætluðu starfsmenn RÚV ekkert að fjalla um þá niðurstöðu, en létu undan þrýstingi fyrir rest og skrifuðu hálf hjáræna grein um lokaniðurstöðu þess máls. Vinnubrögð RÚV í því máli eru og verða starfsmönnum RÚV til ævarandi skammar eins og í svo mörgum öðum málum. Við getum rifjað upp vinnubrögð RÚV í máli veitingarstaðarins Shanghai á Akureyri.Hér er bara stiklaða á stóru og alveg ljóst að væru vinnubrögð starfsmanna RÚV rannsökuð með sama hætti og þeir gera kröfu varðandi aðra þá yrði sú skýrsla á þykkt við rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunmálin. Eins má spyrja sig að hinu mjög svo sérstaka sambandi RÚV við bloggsíðuna heimildin.is. Hvar á byggðu bóli er til sambærilegt dæmi um samvinnu fjölmiðla eins og hjá þessum tveimur. Hún er svo mikil að stundum veit maður ekki á hvorum miðlinum viðkomandi blaðamaður starfar, enda fer þar fram frjálst flæði vinnuafls. Það er alveg ljóst að fjölmiðill sem er svona fyrirferðarmikill á þessum markaði og með stærstan hluta af sínu fjármagni frá skattgreiðendum á engan rétt á sér í dag af þeirri einföldu ástæðu að aðrir fjölmiðlar þora ekki að gagnrýna ríkisfjölmiðilinn. Það er alveg ljóst að RÚV á sér fáar málsbætur en þöggnin hefur verið þeirra stærsti vinur hingað til þegar vinnubrögð þeirra eru afhjúpuð. Í raun eru vinnubrögð starfsmanna RÚV meira í líkingu við vinnubrögð aktívista en blaðamanna og það er alveg ljóst að það er full ástæða til að rannsaka RÚV og vinnubrögð starfsmanna þar því af nægu er að taka eins og dæmin sýna. Höfundur er skipstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Nú berast hreint út sagt ömurlegar fréttir af vinnubrögðum starfsmanna BBC og í kjölfarið kom í ljós að bæði SVT í Svíþjóð og NRK í Noregi hafa ástundað svipuð vinnubrögð. Hvað eiga allir þessir miðlar sameiginlegt? Jú, þeir eru allir ríkisfjölmiðlar sem er eiginlega sorglegt þar sem slíkum miðlum eru lagðar en ríkari skyldur á herðar enda oftast fjármagnaðir með skattlagningu. Við Íslendingar fylgjumst með þessum fréttum og hljótum að spyrja okkur hvort þessi vinnubrögð eigi líka við um okkar ríkisfölmiðil. Svarið er augljóslega já og starfsmenn RÚV hafa ástundað svona vinnubrögð í áratugi. Um það eru fjölmörg þekkt dæmi. Það kom ekki óvart að sjá síðan starfsmann RÚV, Boga Ágústsson, kalla svona vinnubrögð eins og BBC ástundar mistök. En mistök eru óviljaverk en í þessu tilviki var um ásetning að ræða. Hann er viljaverk gerður með einhvern tilgang í huga og af þeim meiði eru vinnubrögð starfsmanna BBC. Þessi orð n Boga Ágústssonar sýna svart á hvítu hvernig siðferðinu er háttað upp í Efstaleiti, að það sem venjulegt fólk myndi kalla lögbrot og siðferðisbrest, teljast vera mistök að mati starfsmanns RÚV. Það er til dæmis fróðlegt að bera saman þegar Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, tóku þá ákvörðun á sínum tíma að víkja Sigmundi Sigurgeirssyni, dagskrárgerðar- og fréttamanni hjá svæðisútvarpi RÚV á Suðurlandi, frá og hætta að flytja fréttir fyrir RÚV. Ákvörðun Boga og Óðins kom í kjölfar þess að Sigmundur skrifaði pistil á bloggsíðu þar sem hann fjallaði um Bónusfeðga og yfirmenn KB banka með heldur óvægnum hætti. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni á sínum tíma segir hann að það sé mat hans og Óðins Jónssonar að „með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu“. En hver voru síðan viðbrögð RÚV þegar Helgi Seljan var fundin sekur um að brjóta siðareglur RÚV vegna vinnubragða er tengdust Samherja? Jú, siðareglurnar voru afnumdar. Greinilega ekki sama hver á í hlut. Það má einnig rifja upp þegar María Sigrún Hilmarsdóttir fjallaði um lóðamál Reykjarvíkurborgar en þar afhenti Reykjarvíkurborg lóðir til olíufélagana endurgjaldslaust sem voru milljarða virði. Starfsmenn Kveiks reyndu að þagga frétt um þennan gjafagjörning niður en í kjölfar þess að málið rataði inn í sali Alþingis varð að taka það upp og var gert í Kastljósþætti. Engum duldist að þetta mál átti erindi til almenings miðað við niðurstöðu innri endurskoðunar Reykjarvíkurborgar. Að ending sýndi það mál hið óheilbrigða samband starfsmanna RÚV við stjórnmálaflokk, að um suma er ekki fjallað með neikvæðum hætti og að launum verja þessir hinir sömu stjórnmálaflokkar stofnunina. Og hver voru viðbrögð Blaðamannafélagsins, þar sem formaðurinn er nú fyrrverandi starfsmaður RÚV, þegar byrlunarmálið kom upp? Jú, þynna út siðareglurnar og einum af þeim sem fékk stöðu sakbornings var falin sú vinna enda fyrrverandi starfsmaður RÚV líka. Listinn yfir svona vinnubrögð, sem hafa verið ástunduð af starfsmönnum RÚV er endalaus. Ef ætti að stikla á stóru má byrja á máli Jónínu Bjartmarz, en því máli var einmitt skellt fram í aðdraganda kosninganna 2007 og afleiðingarnar voru þær að Framsóknarflokkurinn þurkaðist nánast út. Hver kannast ekki við þessi vinnubrögð en þar sluppu þeir félagar, Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson, með skrekkinn en þeir fengu samt einn mest sakfellandi sýknudóm sem hefur fallið á Íslandi. Við getum rifjað upp tilraun til húsbrots í Grindavík og afsökun fréttastjóra RÚV, Heiðars Arnars Sigurfinnssonar, að það hefði verið vegna misskilnings og óðagots, frekar ódýr afsökun á því sem telst vera glæpur hjá öllu venjulegu fólki með siðferðið í lagi. Við getum rifjað upp hvernig Helgi Seljan og félagar klipptu til viðtal við Elínu Björgu Ragnarsdóttir og feldu það að allt öðru máli sem þeir voru að vinna með. Svona vinnubrögð eru frekar regla en undantekning hjá þessari stofnun. Við getum rifjað upp nýlegt dæmi, sem var í fréttum fyrir nokkrum dögum, en það er hvernig starfsmenn RÚV fjölluðu á sínum tíma um mál Steinþórs Gunnarssonar. Þegar hans mál komu upp á sínum tíma voru þau kynnt í beinni útsendingu með aðstoð frá starfsmönnum Sérstaks saksóknara. Þegar rykið settist og kom í ljós að ekkert saknæmt var í vinnubrögðum Steinþórs þá ætluðu starfsmenn RÚV ekkert að fjalla um þá niðurstöðu, en létu undan þrýstingi fyrir rest og skrifuðu hálf hjáræna grein um lokaniðurstöðu þess máls. Vinnubrögð RÚV í því máli eru og verða starfsmönnum RÚV til ævarandi skammar eins og í svo mörgum öðum málum. Við getum rifjað upp vinnubrögð RÚV í máli veitingarstaðarins Shanghai á Akureyri.Hér er bara stiklaða á stóru og alveg ljóst að væru vinnubrögð starfsmanna RÚV rannsökuð með sama hætti og þeir gera kröfu varðandi aðra þá yrði sú skýrsla á þykkt við rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunmálin. Eins má spyrja sig að hinu mjög svo sérstaka sambandi RÚV við bloggsíðuna heimildin.is. Hvar á byggðu bóli er til sambærilegt dæmi um samvinnu fjölmiðla eins og hjá þessum tveimur. Hún er svo mikil að stundum veit maður ekki á hvorum miðlinum viðkomandi blaðamaður starfar, enda fer þar fram frjálst flæði vinnuafls. Það er alveg ljóst að fjölmiðill sem er svona fyrirferðarmikill á þessum markaði og með stærstan hluta af sínu fjármagni frá skattgreiðendum á engan rétt á sér í dag af þeirri einföldu ástæðu að aðrir fjölmiðlar þora ekki að gagnrýna ríkisfjölmiðilinn. Það er alveg ljóst að RÚV á sér fáar málsbætur en þöggnin hefur verið þeirra stærsti vinur hingað til þegar vinnubrögð þeirra eru afhjúpuð. Í raun eru vinnubrögð starfsmanna RÚV meira í líkingu við vinnubrögð aktívista en blaðamanna og það er alveg ljóst að það er full ástæða til að rannsaka RÚV og vinnubrögð starfsmanna þar því af nægu er að taka eins og dæmin sýna. Höfundur er skipstjóri
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun