Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 19:32 Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“. Flestir sjá þó í gegnum orðagjálfrið. Í stað þess að nota eitthvað af hagræðingartillögunum sem bárust og draga úr útgjöldum þá er staðan sú að þessi ríkisstjórn boðar meiri útgjöld en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Því berast okkur tillögur um skattahækkanir á færibandi. Ein skattahækkunin sem birtist óvænt í svokölluðum auka bandormi var hækkun á erfðafjárskatti. Ekki er lögð til hærri skattprósenta heldur flókin og torskilin leið til að hækka skattinn án þess að segja það berum orðum. Niðurstaðan verður brot á meginreglum skatta- og félagaréttar, ómöguleiki og óskýr skattheimta. Ég vakti athygli á nokkrum göllum málsins þegar það kom fyrir þing, en frumvarpið snýr að mestu á breytingu á hvernig eignir skulu verðmetnar. Þær ríma á engan hátt við önnur lög og reglur um verðmat eigna. Frumvarpið mun t.a.m gera kynslóðaskipti bújarða erfiðari og dýrari með tilheyrandi afleiðingum. Uppgjör dánarbúa verður mun flóknara og í sumum tilfellum verður ógerningur að framfylgja lögunum ef þau fara í gegn óbreytt. Er þetta bara mat mitt sem stjórnarandstæðings? Nei, Alþingi hafa borist fjöldi alvarlegra umsagna. Neikvæðar afleiðingar þessarar skattahækkunar eru fyrirséðar. Ég vek athygli á nokkrum punktum úr umsögnum við þetta mál frá óháðum, sérfróðum aðilum. KPMG LAW „Sé litið til textans í frumvarpinu hvað þetta varðar má ætla að um sé að ræða minniháttar breytingar, en svo er ekki. Verði frumvarpið samþykkt þá er ljóst að ákveðinn hluti framkvæmdar erfðamála verður í uppnámi og veruleg óvissa mun skapast í málaflokknum auk þess sem verulega íþyngjandi kröfur verða lagðar á herðar þeim sem njóta arfs.“ „Verði endurákvörðunarheimild skattyfirvalda aukin svo verulega sem lagt er til, þ.e. í sex ár, í stað þess 40 daga frests sem nú er, þá getur komið upp erfið og flókin staða. Þannig gæti endurákvörðun sem fram kemur mörgum árum eftir lokun dánarbús, leitt til þess að einn erfingi í hópi fleiri, geti setið uppi með það að greiða hinn aukna erfðafjárskatt meðerfingja sinna á grundvelli hinnar óskiptu ábyrgðar.“ „Komi til þess að gerðar verði breytingar á lögum um erfðafjárskatt þá þurfa þær breytingar að vera til bóta og hugsaðar til enda. Afar óheppilegt er að slíkar breytingar leiði til réttaróvissu og verulegs aukins kostnaðar sem leggjast mun á erfingja.“ „Að mati KPMG er því lagt til að hætt verði við umræddar breytingar og þær felldar út úr fyrirliggjandi frumvarpsdrögum í meðförum Alþingis.“ SÝSLUMANNARÁÐ: „Samandregið gerir Sýslumannaráð athugasemdir er lúta að skýrleika skattlagningarheimilda, að svigrúm til mats við ákvörðun skattstofns verði of rúmt og enn fremur að frumvarpið kunni að valda auknum kostnaði og flækjustigi við dánarbússkipti.“ DELOITTE LEGAL „Samandregið þá er afar margt við 11. gr. frumvarpsins sem er rangstætt í samanburði við það sem almennt gengur og gerist í íslenskum skattarétti. Í samræmi við það er mælst til þess að 11. gr. frumvarpsins falli brott eða verði í það minnsta vísað aftur til fjármála- og efnahagsráðuneytisins til frekari vinnu.“ „Mat á löndum og jörðum til „markaðsverðs“ geta falið í sér verulega hækkun erfðafjárskatts fyrir erfingja íslenskra bænda, án þess að raunveruleg verðmæti eða fjármagn sé til staðar til að greiða skattinn.“ „Fyrirhugaðar breytingar skv. c-lið 11. gr. frumvarpsins um hækkun á skattstofni óskráðra félaga fela í sér gróft frávik frá almennum meginreglum skatta og félagaréttar sem gilt hafa um árabil.“ „Breytingarnar fela í sér talsverða hækkun á erfðafjárskatti“ „Breytingarnar gætu skapað talsverða óvissu um skattalega meðferð vegna annarra skatta þar sem byggt hefur verið á sömu meginreglu.“ „Líkur eru á að sama eign yrði tvískattlögð í kjölfar yfirfærslu eignar vegna arftöku“ „Líkur eru á að erfingjar þurfi að leggja út í kostnað við öflunar verðmats eða sérfræðiaðstoðar til að verðmeta óskráð félög.“ Þessi atriði eru týnd af handahófi úr umsögnum en allir sem eru áhugasamir um að kynna sér málið betur geta fundið helstu gögn inni á heimasíðu Alþingis undir máli 257 á yfirstandandi þingi. Sjálf bind ég vonir við að breyting á lögum um erfðafjárskatt nái ekki fram að ganga og mun Miðflokkurinn berjast fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“. Flestir sjá þó í gegnum orðagjálfrið. Í stað þess að nota eitthvað af hagræðingartillögunum sem bárust og draga úr útgjöldum þá er staðan sú að þessi ríkisstjórn boðar meiri útgjöld en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Því berast okkur tillögur um skattahækkanir á færibandi. Ein skattahækkunin sem birtist óvænt í svokölluðum auka bandormi var hækkun á erfðafjárskatti. Ekki er lögð til hærri skattprósenta heldur flókin og torskilin leið til að hækka skattinn án þess að segja það berum orðum. Niðurstaðan verður brot á meginreglum skatta- og félagaréttar, ómöguleiki og óskýr skattheimta. Ég vakti athygli á nokkrum göllum málsins þegar það kom fyrir þing, en frumvarpið snýr að mestu á breytingu á hvernig eignir skulu verðmetnar. Þær ríma á engan hátt við önnur lög og reglur um verðmat eigna. Frumvarpið mun t.a.m gera kynslóðaskipti bújarða erfiðari og dýrari með tilheyrandi afleiðingum. Uppgjör dánarbúa verður mun flóknara og í sumum tilfellum verður ógerningur að framfylgja lögunum ef þau fara í gegn óbreytt. Er þetta bara mat mitt sem stjórnarandstæðings? Nei, Alþingi hafa borist fjöldi alvarlegra umsagna. Neikvæðar afleiðingar þessarar skattahækkunar eru fyrirséðar. Ég vek athygli á nokkrum punktum úr umsögnum við þetta mál frá óháðum, sérfróðum aðilum. KPMG LAW „Sé litið til textans í frumvarpinu hvað þetta varðar má ætla að um sé að ræða minniháttar breytingar, en svo er ekki. Verði frumvarpið samþykkt þá er ljóst að ákveðinn hluti framkvæmdar erfðamála verður í uppnámi og veruleg óvissa mun skapast í málaflokknum auk þess sem verulega íþyngjandi kröfur verða lagðar á herðar þeim sem njóta arfs.“ „Verði endurákvörðunarheimild skattyfirvalda aukin svo verulega sem lagt er til, þ.e. í sex ár, í stað þess 40 daga frests sem nú er, þá getur komið upp erfið og flókin staða. Þannig gæti endurákvörðun sem fram kemur mörgum árum eftir lokun dánarbús, leitt til þess að einn erfingi í hópi fleiri, geti setið uppi með það að greiða hinn aukna erfðafjárskatt meðerfingja sinna á grundvelli hinnar óskiptu ábyrgðar.“ „Komi til þess að gerðar verði breytingar á lögum um erfðafjárskatt þá þurfa þær breytingar að vera til bóta og hugsaðar til enda. Afar óheppilegt er að slíkar breytingar leiði til réttaróvissu og verulegs aukins kostnaðar sem leggjast mun á erfingja.“ „Að mati KPMG er því lagt til að hætt verði við umræddar breytingar og þær felldar út úr fyrirliggjandi frumvarpsdrögum í meðförum Alþingis.“ SÝSLUMANNARÁÐ: „Samandregið gerir Sýslumannaráð athugasemdir er lúta að skýrleika skattlagningarheimilda, að svigrúm til mats við ákvörðun skattstofns verði of rúmt og enn fremur að frumvarpið kunni að valda auknum kostnaði og flækjustigi við dánarbússkipti.“ DELOITTE LEGAL „Samandregið þá er afar margt við 11. gr. frumvarpsins sem er rangstætt í samanburði við það sem almennt gengur og gerist í íslenskum skattarétti. Í samræmi við það er mælst til þess að 11. gr. frumvarpsins falli brott eða verði í það minnsta vísað aftur til fjármála- og efnahagsráðuneytisins til frekari vinnu.“ „Mat á löndum og jörðum til „markaðsverðs“ geta falið í sér verulega hækkun erfðafjárskatts fyrir erfingja íslenskra bænda, án þess að raunveruleg verðmæti eða fjármagn sé til staðar til að greiða skattinn.“ „Fyrirhugaðar breytingar skv. c-lið 11. gr. frumvarpsins um hækkun á skattstofni óskráðra félaga fela í sér gróft frávik frá almennum meginreglum skatta og félagaréttar sem gilt hafa um árabil.“ „Breytingarnar fela í sér talsverða hækkun á erfðafjárskatti“ „Breytingarnar gætu skapað talsverða óvissu um skattalega meðferð vegna annarra skatta þar sem byggt hefur verið á sömu meginreglu.“ „Líkur eru á að sama eign yrði tvískattlögð í kjölfar yfirfærslu eignar vegna arftöku“ „Líkur eru á að erfingjar þurfi að leggja út í kostnað við öflunar verðmats eða sérfræðiaðstoðar til að verðmeta óskráð félög.“ Þessi atriði eru týnd af handahófi úr umsögnum en allir sem eru áhugasamir um að kynna sér málið betur geta fundið helstu gögn inni á heimasíðu Alþingis undir máli 257 á yfirstandandi þingi. Sjálf bind ég vonir við að breyting á lögum um erfðafjárskatt nái ekki fram að ganga og mun Miðflokkurinn berjast fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun