Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir og Ingólfur Á. Jóhannesson skrifa 30. nóvember 2025 13:04 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun