Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 28. nóvember 2025 14:46 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Hann segist ætla að kynna stóran aðgerðapakka fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Auðvitað er hugur manns líka hjá starfsfólki sem þarf að glíma við breytt skilyrði en sjónvarpsstöð Sýnar og Stöð 2 þar á undan, hafa gengt ótrúlega stóru hlutverki í miðlun frétta á ljósvakamiðlum síðustu áratugi,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu í dag. „Hún hefur líka verið nauðsynlegt mótvægi við sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins þannig að í öllum skilningi þessa orðs, þá eru þetta slæm tíðindi.“ Hafa unnið að mótvægisaðgerðum Logi sagði einnig að í rúman áratug hefði verið búið að horfa upp á þróun sem hefði bara verið á einn veg. Alþjóðleg samkeppni og tæknibreytingar hefðu gert innlendum fjölmiðlum erfiðara um vik. „Við höfum, frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir um ellefu mánuðum, unnið sleitulaust að því að reyna að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta hvetur okkur enn frekar til dáða og ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku.“ Logi segir að í kjölfarið verði málið rætt til umræðu meðal almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna. „Það skiptir máli að það sé breiður stuðningur við að grípa kröftuglega til hendinni til að sporna við þessari þróun.“ Benti hann á að fimmtíu prósent þeirra peninga sem varið er í auglýsingar hér á landi fari til fyrirtækja erlendis, sjötíu prósent landsmanna séu áskrifendur að Netflix en einungis fimmtán prósent landsmanna segjast í könnunum tilbúin til að kaupa aðgang að fréttum. „Þannig að það þarf tvennt að koma til,“ sagði Logi. „Öflugan aðgerðapakka frá stjórnvöldum og hugarfarsbreytingu hjá almenningi.“ Hvort aðgerðapakkinn sé eitthvað sem muna muni um, segir Logi að svo verði að vera. „Við höfum auðvitað á síðustu dögum og vikum átt samtal við alla fjölmiðlana og fengið að heyra þeirra sýn og þeirra skoðun. Við byggjum auðvitað töluvert á því en það er alveg ljóst að bæði þarf að koma til stuðningur til fjölmiðlanna en ekki síst, þá þarf að bæta rekstrarumhverfi þeirra.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ríkisútvarpið Sýn Síminn Menning Tengdar fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28. nóvember 2025 09:49