„Ég er með mikla orku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Dana Björg mun hafa mikið að gera gegn Serbíu í kvöld. Tom Weller/Getty Images „Hún er frábær liðsfélagi að hafa, gerir einhvern veginn alla í kringum sig glaðari og er bara alveg yndisleg“ sagði Elísa Elíasdóttur um liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu, Dönu Björg Guðmundsdóttir. Dana er einmitt áberandi mikill stuðbolti og gleðin geislar af henni utan sem innan vallar. „Já, ég er með mikla orku“ sagði Dana skellihlæjandi og bætti við: „Ég reyni að nýta hana til að hjálpa öðrum og þetta hjálpar sjálfri mér auðvitað líka.“ Klippa: Stuðboltinn Dana Björg mun spretta mikið gegn Serbíu Dana var í banastuði í fyrsta leik Íslands á HM og skoraði fjögur mörk í 32-25 tapi gegn Þýskalandi, ásamt því að stela boltanum einu sinni af þeim þýsku. Hún mun líklega hafa enn meira að gera í leiknum gegn Serbíu í kvöld, því þær serbnesku eru hægari og seinni að skila sér til baka, sem býður upp á hraðaupphlaup fyrir hornakonuna. „Já vonandi. Við Hafdís [Renötudóttir, markmaður] höfum verið að tala aðeins um þetta, að nota hennar styrkleika og mína, hlaupa mikið og fá auðveld mörk… Við höfum talað mikið um þetta, því við Hafdís erum ekki að æfa mikið saman, bara hérna með landsliðinu. Við verðum að finna tenginguna okkar á milli, prófa, klúðra, svo kemur þetta.“ Dana var ekki með á síðasta heimsmeistaramóti en þar voru Perla Ruth Albertsdóttir og Lilja Ágústsdóttir vinstri hornakonur Íslands. Perla er nýbúin að eignast barn og Lilja er meidd, þannig að Dana er orðin fyrsti kostur landsliðsþjálfarans í stöðuna, sem hún deilir með Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur á þessu móti. „Maður verður að njóta þess, en þetta er líka alveg smá stressandi auðvitað. Aðeins meiri pressa, en það hjálpar að vera búin að fá smá tíma á Íslandi, þannig að það er ekki eins mikið stress og var fyrir verkefnið. Núna er ég orðin aðeins rólegri“ sagði Dana en hún hefur alla tíð búið í Noregi og þekkti hinar stelpurnar okkar ekki mikið þegar hún spilaði fyrstu landsleikina í fyrra og fór með liðinu á EM. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Dana er einmitt áberandi mikill stuðbolti og gleðin geislar af henni utan sem innan vallar. „Já, ég er með mikla orku“ sagði Dana skellihlæjandi og bætti við: „Ég reyni að nýta hana til að hjálpa öðrum og þetta hjálpar sjálfri mér auðvitað líka.“ Klippa: Stuðboltinn Dana Björg mun spretta mikið gegn Serbíu Dana var í banastuði í fyrsta leik Íslands á HM og skoraði fjögur mörk í 32-25 tapi gegn Þýskalandi, ásamt því að stela boltanum einu sinni af þeim þýsku. Hún mun líklega hafa enn meira að gera í leiknum gegn Serbíu í kvöld, því þær serbnesku eru hægari og seinni að skila sér til baka, sem býður upp á hraðaupphlaup fyrir hornakonuna. „Já vonandi. Við Hafdís [Renötudóttir, markmaður] höfum verið að tala aðeins um þetta, að nota hennar styrkleika og mína, hlaupa mikið og fá auðveld mörk… Við höfum talað mikið um þetta, því við Hafdís erum ekki að æfa mikið saman, bara hérna með landsliðinu. Við verðum að finna tenginguna okkar á milli, prófa, klúðra, svo kemur þetta.“ Dana var ekki með á síðasta heimsmeistaramóti en þar voru Perla Ruth Albertsdóttir og Lilja Ágústsdóttir vinstri hornakonur Íslands. Perla er nýbúin að eignast barn og Lilja er meidd, þannig að Dana er orðin fyrsti kostur landsliðsþjálfarans í stöðuna, sem hún deilir með Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur á þessu móti. „Maður verður að njóta þess, en þetta er líka alveg smá stressandi auðvitað. Aðeins meiri pressa, en það hjálpar að vera búin að fá smá tíma á Íslandi, þannig að það er ekki eins mikið stress og var fyrir verkefnið. Núna er ég orðin aðeins rólegri“ sagði Dana en hún hefur alla tíð búið í Noregi og þekkti hinar stelpurnar okkar ekki mikið þegar hún spilaði fyrstu landsleikina í fyrra og fór með liðinu á EM. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira