Erlent

128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsvoðans en komið hefur í ljós að brunabjöllur í húsunum virkuðu ekki sem skyldi.
Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsvoðans en komið hefur í ljós að brunabjöllur í húsunum virkuðu ekki sem skyldi. AP Photo/Chan Long Hei

Yfirvöld í Hong Kong segja að slökkvistarfi sé nú lokið í Wang Fuk turnunum sem urðu eldi að bráð í fyrradag. Tala látinna stendur nú í 128 en um 200 er enn saknað og er nú verið að leita í brunarústunum.

Tæplega áttatíu slösuðust í eldsvoðanum og mörg hundruð íbúar hafast nú við í neyðarskýlum en turnarnir voru átta talsins, þrátíu og tvær hæðir hvert hús. Framkvæmdir stóðu yfir og náði eldurinn að breiðast hratt út á milli húsanna vegna bambusstillansa sem voru utan á þeim auk þess sem stillansarnir voru klæddir með plastneti sem brann einnig auðveldlega.

Þrír karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, tveir stjórnendur og verkfræðiráðgjafi hjá byggingafyrirtæki sem sá um endurbætur á byggingunum.


Tengdar fréttir

Björguðu gömlum manni af efstu hæð

Stjórnvöld í Hong Kong hafa hækkað tölu látinna eftir eldsvoðann í Hong Kong upp í 83 og hátt í þrjú hundruð manns er enn saknað. Reiknað er með að slökkvistarfi ljúki að fullu á næstu klukkustundum. 

Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað

Slökkvistarfi er að mestu lokið í Wang Fuk íbúðaturnunum í Hong Kong, eftir gríðarlegan eldsvoða sem braust út í gær. Fjörtíu og fjórir eru látnir og 45 alvarlega slasaðir. Um 280 er enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×