Erlent

Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað

Agnar Már Másson skrifar
Frá Hong Kong í morgun. Fjölbýlishúsin sem loga eru mjög stór.
Frá Hong Kong í morgun. Fjölbýlishúsin sem loga eru mjög stór. AP/Chan Long Hei

Að minnsta kosti 36 hafa látið lífið í eldhafninu sem gleypt hefur nokkur háhýsi í Hong Kong í dag. Þá er 279 manns saknað og fjöldi er slasaður.

John Lee, leiðtogi Hong Kong, greindi fjölmiðlum frá þessu á blaðamannafundi í kvöld, samkvæmt umfjöllun New York Times. Um 29 hafi verið lagðir inn á spítala, þar af sjö í lífshættu.

Hvernig eldurinn kviknaði er ekki ljóst en hann mun hafa dreifst hratt milli húsa með stillönsum úr bambus og netum sem búið var að reisa við húsin. Stillansar úr bambus eru algengir þar sem framkvæmdir eiga sér stað í Hong Kong.  Yfirvöld þar tilkynntu fyrr á þessu ári að til stæði að reyna að fækka þeim á opinberum vinnustöðum, til að auka öryggi.

Hér má sjá beint streymi AP frá Hong Kong.

Lögreglan sagði fyrr í morgun, að þremur klukkustundum eftir að eldarnir kviknuðu hefðu enn verið að berast símtaöl frá fólki sem sat fast inn í húsunum. Einn þeirra var fastur á þaki eins hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×