Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar 26. nóvember 2025 14:01 Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Veturinn er genginn í garð og þá er stutt í jólaskapið hjá landsmönnum. Fólk er eflaust farið að íhuga jólagjafir og í fjölmörgum tilfellum er tilvalið að versla þær á netinu, sérstaklega þegar okkur bjóðast tilboð. Stórir tilboðsdagar líkt og „Black-Friday“ sem er núna á föstudaginn 28. nóvember eða „Cyber Monday“ sem er á mánudaginn 1. desember, mynda fullkomið umhverfi fyrir svindlara á netinu. Þá ber að hafa í huga að á sama tíma og alvöru verslanir keppast við að bjóða afslætti og tilboð, eru svindlarar að setja upp falskar vefsíður, senda út villandi auglýsingar og lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar sínar eða greiða fyrir vörur sem munu aldrei berast. Þannig verða hátíðirnar einn helsti uppskerutími svindlara á netinu og þá er sérstaklega mikilvægt að vera upplýstur og fara varlega við innkaupin. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum í netöryggi sem er gott að hafa í huga til að forðast svindl þegar þú kaupir á netinu: Verslaðu aðeins á öruggum og traustum vefverslunum. Gakktu úr skugga um að slóðin byrji á https:// og að verslunin sé raunveruleg og þekkt. Þá skoðar þú hvort vefsíðan hefur raunverulegt heimilisfang, upplýsingar, umsagnir o.s.frv. Einnig er hægt að leita að vefversluninni í gegnum leitarvél til að skoða umsagnirnar nánar. Notaðu öruggan greiðslumáta með innbyggðri kaupendavernd. Kreditkort eða greiðsluþjónustur sem bjóða endurgreiðslu eru öruggari heldur er beinar millifærslur. ·Varaðu þig á vefveiðum (Phishing) og „of góðum“ tilboðum. Ef tilboðið virðist of gott til að vera satt, þá er það það yfirleitt. Ef tilboð kemur í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum, EKKI smella á tengilinn. Farðu frekar sjálf(ur) beint á vefsíðu verslunarinnar sem þú þekkir fremur en að smella á auglýsingu. Gefðu þér tíma og hægðu á þér. Svindlarar reiða sig á streitu, hraða og tilfinningu um að "missa af" (FOMO). Svindlarar nýta einnig hátíðartilboð eins og Black Friday og Cyber Monday til að hvetja til skyndikaupa. Ef verðtilboðið virkar „of gott til að vera satt“ - þá skaltu skoða betur. Verslaðu aðeins í gegnum öruggt net. Forðastu opinber Wi-Fi net og notaðu frekar farsímanet eða VPN þegar þú verslar. Að nota farsímagögn (4G/5G) er alltaf öruggara en ókeypis, opið Wi-Fi þegar þú slærð inn kortaupplýsingar. Með því að hafa varann á getur þú notið jólanna án þess að láta svindla á þér. Gefðu þér tíma til að skoða verslanir og tilboð, ekki treysta öllum auglýsingum og póstum og notaðu öruggan greiðslumáta. Það er alltaf betra að staldra við í eina mínútu og vera viss – heldur en að missa bæði peninginn og jólaandann. Höfundur hefur fimmtán ára reynslu í upplýsingatækni og netöryggi og er sölustjóri Nanitor.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun