Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. nóvember 2025 14:01 Katrín Anna kastar boltanum á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn síðar í dag. Níu af átján leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta munu spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn þegar Ísland mætir Þýskalandi síðdegis. Ísland er að taka þátt á HM í þriðja sinn en engin er enn í hópnum sem fór til Brasilíu 2011 og mikil endurnýjun hefur átt sér stað síðan í Noregi 2023. Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Dana Björg Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Lovísa Thompson, Matthildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir munu allar þreyta frumraun sína á heimsmeistaramóti í dag. Dana Björg, Elín Klara og Katrín Anna voru í hópnum sem fór á EM í fyrra en hinar eru að spreyta sig í fyrsta sinn á stórmóti. Elín Klara var reyndar líka í HM hópnum 2023 en meiddist rétt fyrir mót. Meðalaldur hópsins er aðeins um 24 ár. Aldursforsetinn og leikjahæsta kona hópsins, Thea Imani Sturludóttir, er ekki nema 28 ára gömul. Hún hefur spilað 92 landsleiki. Samanlagt hefur um sjö hundruð landsleikja reynsla horfið á braut. Tveir máttarstólpar verða svo ekki með í leik kvöldsins. Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir hafa ekki jafnað sig að fullu af ökkla- og axlarmeiðslum sínum, og verða utan hóps í opnunarleiknum í kvöld. Andrea er raunar ekki skráð í HM hópinn, sem HSÍ skilaði formlega inn í dag. Hún gæti þó dottið inn á seinni stigum mótsins en það er alls óvíst hvort, hvenær og hvernig hún verður eftir að hafa slitið liðband í ökkla. Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla Mikið mun mæða á reynslumeiri leikmönnum liðsins, eins og Theu Imani, fyrirliðanum Söndru Erlingsdóttur, markmanninum Hafdísi Renötudóttur og skyttunni Díönu Dögg Magnúsdóttur. Elín-urnar tvær, Klara og Rósa, eru þrátt fyrir ungan aldur að komast hratt á þann stall líka enda lykilleikmenn í landsliðinu síðustu ár og eiga báðar eftir að vera í stóru hlutverki á HM. Lovísa Thompson gæti gert sig gildandi en hún er mætt aftur í landsliðið eftir langa fjarveru og erfiðleika eftir krefjandi meiðsli. Katrín Tinna Jensdóttir fær stórt hlutverk á línunni í fjarveru Elísu Elíasdóttur, og deilir stöðunni með Alexöndru Líf Arnarsdóttur sem er mætt á sitt fyrsta stórmót eftir að hafa spilað fyrsta landsleikinn í vor. Áhugavert verður samt hvernig íslenska liðið mun tækla þýska liðið sem spilar oft án línumanns. Spennandi verður svo að sjá hverjar stíga upp á, stærsta sviði handboltans, í opnunarleik HM undir skærum ljósum í stútfullri höll í Stuttgart. Afar ólíklegt er að þó sigur skili sér gegn ógnarsterkum þýsku liði en stefnan er sett á að sýna góða frammistöðu og stríða þeim sem mest. Leikurinn mun því vonandi nýtast liðinu til uppbyggingar fyrir næstu leiki gegn Serbíu og Úrúgvæ, þar sem stefnan er sett á sigur og áframhald í milliriðil. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00 „Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Ísland er að taka þátt á HM í þriðja sinn en engin er enn í hópnum sem fór til Brasilíu 2011 og mikil endurnýjun hefur átt sér stað síðan í Noregi 2023. Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Dana Björg Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Lovísa Thompson, Matthildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir munu allar þreyta frumraun sína á heimsmeistaramóti í dag. Dana Björg, Elín Klara og Katrín Anna voru í hópnum sem fór á EM í fyrra en hinar eru að spreyta sig í fyrsta sinn á stórmóti. Elín Klara var reyndar líka í HM hópnum 2023 en meiddist rétt fyrir mót. Meðalaldur hópsins er aðeins um 24 ár. Aldursforsetinn og leikjahæsta kona hópsins, Thea Imani Sturludóttir, er ekki nema 28 ára gömul. Hún hefur spilað 92 landsleiki. Samanlagt hefur um sjö hundruð landsleikja reynsla horfið á braut. Tveir máttarstólpar verða svo ekki með í leik kvöldsins. Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir hafa ekki jafnað sig að fullu af ökkla- og axlarmeiðslum sínum, og verða utan hóps í opnunarleiknum í kvöld. Andrea er raunar ekki skráð í HM hópinn, sem HSÍ skilaði formlega inn í dag. Hún gæti þó dottið inn á seinni stigum mótsins en það er alls óvíst hvort, hvenær og hvernig hún verður eftir að hafa slitið liðband í ökkla. Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla Mikið mun mæða á reynslumeiri leikmönnum liðsins, eins og Theu Imani, fyrirliðanum Söndru Erlingsdóttur, markmanninum Hafdísi Renötudóttur og skyttunni Díönu Dögg Magnúsdóttur. Elín-urnar tvær, Klara og Rósa, eru þrátt fyrir ungan aldur að komast hratt á þann stall líka enda lykilleikmenn í landsliðinu síðustu ár og eiga báðar eftir að vera í stóru hlutverki á HM. Lovísa Thompson gæti gert sig gildandi en hún er mætt aftur í landsliðið eftir langa fjarveru og erfiðleika eftir krefjandi meiðsli. Katrín Tinna Jensdóttir fær stórt hlutverk á línunni í fjarveru Elísu Elíasdóttur, og deilir stöðunni með Alexöndru Líf Arnarsdóttur sem er mætt á sitt fyrsta stórmót eftir að hafa spilað fyrsta landsleikinn í vor. Áhugavert verður samt hvernig íslenska liðið mun tækla þýska liðið sem spilar oft án línumanns. Spennandi verður svo að sjá hverjar stíga upp á, stærsta sviði handboltans, í opnunarleik HM undir skærum ljósum í stútfullri höll í Stuttgart. Afar ólíklegt er að þó sigur skili sér gegn ógnarsterkum þýsku liði en stefnan er sett á að sýna góða frammistöðu og stríða þeim sem mest. Leikurinn mun því vonandi nýtast liðinu til uppbyggingar fyrir næstu leiki gegn Serbíu og Úrúgvæ, þar sem stefnan er sett á sigur og áframhald í milliriðil. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00 „Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
„Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00
„Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01