Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 25. nóvember 2025 06:00 Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar