Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar