Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:03 Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun