Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 10:31 Alexander Isak hefur verið hræðilegur í búningi Liverpool til þessa en slök frammistaða hans í gær toppaði þó allt. Getty/Shaun Botterill Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool ákvað að byrja með Alexander Isak, dýrasta leikmann í sögu félagsins, í leiknum á móti Nottingham Forest á Anfield í gær en það er óhætt að segja að það hafi sprungið í andlitið á honum. Þessi tilraun átti að blása lífi í liðið hans Slot sem hefur átt í erfiðleikum með að koma ferli framherjans á Anfield loksins af stað. Liverpool steinlá 3-0 í leiknum og Isak setti met sem enginn vill eiga. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem tapar fjórum fyrstu byrjunarliðsleikjum sínum í búningi Liverpool. Isak, sem var keyptur á 127 milljónir punda frá Newcastle, hefur nú spilað í 321 mínútu í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en hefur reyndar gefið eina stoðsendingu. Á þessum rúmu þrjú hundruð mínútum hefur hann aðeins náð sjö skotum og þar af bara einu þeirra á markið. Hræðileg tölfræði fyrir dýrasta framherjann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by talkSPORT (@talksport) Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu var einn af mörgum sem hafa gagnrýnt frammistöðu Svíans í leiknum. „Isak bauð upp frammistöðu sem hlýtur að teljast ein sú slakasta sem sést hefur á Anfield á síðustu árum, þar sem oft ríkti þögn á meðal stuðningsmanna Liverpool sem horfðu í vantrú á meistarana hrynja enn og aftur,“ skrifaði Phil McNulty. „Isak snerti boltann varla, skapaði enga hættu og var í raun heppinn að fá að vera inni á í 67 mínútur áður en Federico Chiesa kom loks inn á fyrir hann. Hann var þó ekki sá eini sem var slakur á þessum síðdegi þar sem aðeins Mohamed Salah sýndi einhverja ógn á meðan þeir sem voru í kringum hann hurfu sporlaust,“ skrifaði McNulty. „Gæðamunurinn frá síðasta tímabili, þegar Liverpool tryggði sér titilinn, er meira en áhyggjuefni fyrir Slot, sem hefur ekki fundið svör við hinum mörgu vandamálum liðsins. Að halda því fram að þeir geti varið titilinn núna er fjarlægur draumur. Jafnvel skiptingar hans báru keim af örvæntingu eins og þegar framherjinn Hugo Ekitike kom inn á völlinn eftir 54 mínútur fyrir varnarmanninn Ibrahima Konate,“ skrifaði McNulty. „Stuðningsmenn Liverpool mögluðu en snerust ekki gegn liði sínu. Það var þó ekki aðeins þetta tap, heldur hversu afleitt það var, sem mun auka þrýstinginn á Slot að finna út hvernig hann getur fengið þetta dýrkeypta en afkastalitla lið til að sýna að minnsta kosti eitthvað af sínum réttu hliðum,“ skrifaði McNulty. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 í leiknum og Isak setti met sem enginn vill eiga. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem tapar fjórum fyrstu byrjunarliðsleikjum sínum í búningi Liverpool. Isak, sem var keyptur á 127 milljónir punda frá Newcastle, hefur nú spilað í 321 mínútu í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en hefur reyndar gefið eina stoðsendingu. Á þessum rúmu þrjú hundruð mínútum hefur hann aðeins náð sjö skotum og þar af bara einu þeirra á markið. Hræðileg tölfræði fyrir dýrasta framherjann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by talkSPORT (@talksport) Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu var einn af mörgum sem hafa gagnrýnt frammistöðu Svíans í leiknum. „Isak bauð upp frammistöðu sem hlýtur að teljast ein sú slakasta sem sést hefur á Anfield á síðustu árum, þar sem oft ríkti þögn á meðal stuðningsmanna Liverpool sem horfðu í vantrú á meistarana hrynja enn og aftur,“ skrifaði Phil McNulty. „Isak snerti boltann varla, skapaði enga hættu og var í raun heppinn að fá að vera inni á í 67 mínútur áður en Federico Chiesa kom loks inn á fyrir hann. Hann var þó ekki sá eini sem var slakur á þessum síðdegi þar sem aðeins Mohamed Salah sýndi einhverja ógn á meðan þeir sem voru í kringum hann hurfu sporlaust,“ skrifaði McNulty. „Gæðamunurinn frá síðasta tímabili, þegar Liverpool tryggði sér titilinn, er meira en áhyggjuefni fyrir Slot, sem hefur ekki fundið svör við hinum mörgu vandamálum liðsins. Að halda því fram að þeir geti varið titilinn núna er fjarlægur draumur. Jafnvel skiptingar hans báru keim af örvæntingu eins og þegar framherjinn Hugo Ekitike kom inn á völlinn eftir 54 mínútur fyrir varnarmanninn Ibrahima Konate,“ skrifaði McNulty. „Stuðningsmenn Liverpool mögluðu en snerust ekki gegn liði sínu. Það var þó ekki aðeins þetta tap, heldur hversu afleitt það var, sem mun auka þrýstinginn á Slot að finna út hvernig hann getur fengið þetta dýrkeypta en afkastalitla lið til að sýna að minnsta kosti eitthvað af sínum réttu hliðum,“ skrifaði McNulty. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball)
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira