Innlent

Læknaskortur á Akur­eyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Þrír læknar við Sjúkrahúsið á Akureyri hafa sagt upp störfum vegna langtímaálags og ekki hefur tekist að manna vaktir eftir 22. desember. Formaður Læknafélagsins segir ástandið á Sjúkrahúsinu orðið mjög slæmt.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Við fjöllum um stöðuna í átökum Rússa og Úkraínumanna en Rússar segja friðartillögur Bandaríkjanna góðan grunn. Úkraínumenn höfðu enga aðkomu að gerð tillagnanna.

Framkvæmdastjóri Fjarðar í Hafnarfirði harmar að ungur drengur hafi fengið flugeldapúður í augað þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í gærkvöldi. Staðsetning sýningarinnar verður endurskoðuð.

Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. 

Nóg er um að vera í íþróttunum, við rekjum framvindu tveggja hörkuleikir í körfuboltanum í gær og nóg framundan. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×