Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Eftir tæp 30 ár sem kennari og skólastjórnandi hef ég séð margt, gert mistök og vonandi lært af þeim. Reynslan og fræðin segja að gott skólastarfi byggir að mestu á eftirfarandi þáttum: Góður námsárangur Lítið eða ekkert einelti Nemendum líði vel Öflugt starfsfólk sé til staðar Skólinn sé vel rekinn Starfsfólki líði vel Allir í skólanum skipti máli Öryggi sé tryggt Foreldrar treysti skólanum Í raun er margt í umhverfi skóla sem vinnur gegn þessum þáttum. Nemendur, starfsfólk og foreldrar finna fyrir því – og það á að hlusta á þetta fólk. Því miður hefur það ekki verið gert í veigamiklum atriðum. Það var því mjög gefandi að hitta rúmlega 100 nemendur á Alþingi síðasta fimmtudag og heyra hvað brennur á þeim. Niðurstaðan kom ekki á óvart: Snjallsímar trufla Einkunnakerfið er óskiljanlegt, A, B, C, D og litir Skólar kenna mismunandi námsefni Ójöfnuður við útskrift úr 10. bekk Námsmat er ekki samræmt Þetta eru einmitt þættir sem draga úr árangri skóla – og nemendur finna að þetta er ósanngjarnt. Fullorðna valdafólkið í ráðuneytum, hjá MMS og í Reykjavík hlustar hins vegar ekki á þessar raddir né aðrar. Ég hef árum saman bent á að snjallsímar eigi ekki heima í grunnskólum – hvorki í kennslustundum né frímínútum. Að við þurfum nýja aðalnámskrá sem starfsmenn skilja og geta unnið eftir. Sú staða er ekki uppi í dag. Að tekin verði upp samræmd próf amk á yngsta-, mið- og elsta stigi sem og samræmt lokapróf úr öllum viðmiðum aðalnámskrár. Öðruvísi er jafnræðis ekki gætt. Með þessum tiltölulega einföldu breytingum mætti stórbæta skólastarf og koma betur til móts við nemendur, starfsfólk og foreldra. Munum það að það er fólkið í skólunum, nemendur og starfsmenn, sem skipta öllu máli. Ekki kerfin. Kennarar verða að hafa skýran leiðarvísi/aðalnámskrá, öflugar mælingar/samræmdpróf og eftirfylgd til að til að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. Í lokin bið ég lesendur að hugsa til baka: Hvaða kennarar voru bestu kennararnir? Líklega þeir sem tengdust ykkur, voru strangir en sanngjarnir, létu ykkur finna að þið skiptu máli – og ykkur þótti vænt um þá. Veitum þessum kennurum þær aðstæður sem þeir eiga skilið. Þá munum við komast upp úr þeim djúpum hjólförum sem menntakerfið er í. Breytum því sem þarf að breyta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tæp 30 ár sem kennari og skólastjórnandi hef ég séð margt, gert mistök og vonandi lært af þeim. Reynslan og fræðin segja að gott skólastarfi byggir að mestu á eftirfarandi þáttum: Góður námsárangur Lítið eða ekkert einelti Nemendum líði vel Öflugt starfsfólk sé til staðar Skólinn sé vel rekinn Starfsfólki líði vel Allir í skólanum skipti máli Öryggi sé tryggt Foreldrar treysti skólanum Í raun er margt í umhverfi skóla sem vinnur gegn þessum þáttum. Nemendur, starfsfólk og foreldrar finna fyrir því – og það á að hlusta á þetta fólk. Því miður hefur það ekki verið gert í veigamiklum atriðum. Það var því mjög gefandi að hitta rúmlega 100 nemendur á Alþingi síðasta fimmtudag og heyra hvað brennur á þeim. Niðurstaðan kom ekki á óvart: Snjallsímar trufla Einkunnakerfið er óskiljanlegt, A, B, C, D og litir Skólar kenna mismunandi námsefni Ójöfnuður við útskrift úr 10. bekk Námsmat er ekki samræmt Þetta eru einmitt þættir sem draga úr árangri skóla – og nemendur finna að þetta er ósanngjarnt. Fullorðna valdafólkið í ráðuneytum, hjá MMS og í Reykjavík hlustar hins vegar ekki á þessar raddir né aðrar. Ég hef árum saman bent á að snjallsímar eigi ekki heima í grunnskólum – hvorki í kennslustundum né frímínútum. Að við þurfum nýja aðalnámskrá sem starfsmenn skilja og geta unnið eftir. Sú staða er ekki uppi í dag. Að tekin verði upp samræmd próf amk á yngsta-, mið- og elsta stigi sem og samræmt lokapróf úr öllum viðmiðum aðalnámskrár. Öðruvísi er jafnræðis ekki gætt. Með þessum tiltölulega einföldu breytingum mætti stórbæta skólastarf og koma betur til móts við nemendur, starfsfólk og foreldra. Munum það að það er fólkið í skólunum, nemendur og starfsmenn, sem skipta öllu máli. Ekki kerfin. Kennarar verða að hafa skýran leiðarvísi/aðalnámskrá, öflugar mælingar/samræmdpróf og eftirfylgd til að til að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. Í lokin bið ég lesendur að hugsa til baka: Hvaða kennarar voru bestu kennararnir? Líklega þeir sem tengdust ykkur, voru strangir en sanngjarnir, létu ykkur finna að þið skiptu máli – og ykkur þótti vænt um þá. Veitum þessum kennurum þær aðstæður sem þeir eiga skilið. Þá munum við komast upp úr þeim djúpum hjólförum sem menntakerfið er í. Breytum því sem þarf að breyta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar