Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2025 14:44 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/arnar Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Fram kemur að veiðiheimildir uppsjávartegunda hafi dregist saman og hærra hlutfall af því sem veitt sé fari til manneldisvinnslu. Þá hafi Alþjóðahafrannsóknarráðið (ICES) lagt til að veiði á kolmunna, sem hafi verið uppistaðan í vinnslunni á Seyðisfirði, verði 40 prósent minni á næsta ári. „Þessu til viðbótar hafa hækkanir á kostnaðarliðum og auknar opinberar álögur á sjávarútvegsfyrirtæki ýtt undir ákvarðanir sem krefjast meiri hagræðingar í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Húsnæði á hættusvæði Ennfremur segir að húsnæði Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði sé auk þess á skilgreindu hættusvæði vegna hættu á skriðuföllum og snjóflóðum. „Svæðið er ekki á framkvæmdaáætlun Ofanflóðasjóðs um varnir næsta áratuginn samkvæmt svari Ofanflóðanefndar til félagsins. Það er því ekki síður með öryggi starfsmanna að leiðarljósi að ekki gengur að vera með starfsemi á svæðinu. Í ljósi ofangreinds tók stjórn Síldarvinnslunnar hf. ákvörðun um að hætta rekstri fiskmjölsvinnslunnar á Seyðisfirði. Farið verður í að selja búnað úr verksmiðjunni og ganga frá svæðum í samráði við bæjaryfirvöld. Tólf starfsmenn missa vinnuna ásamt verktökum. Uppsagnarfrestur var lengdur um einn mánuð og nemur fjórum mánuðum. Að auki býður Síldarvinnslan þeim sem kjósa vertíðarbundna vinnu í fiskiðjuveri félagsins í Neskaupstað. Síldarvinnslan sammæltist með forsvarsmönnum Múlaþings um ráðningu ráðgjafa sem ynni með sveitarstjórn næstu tólf mánuði, við að fara yfir viðskiptahugmyndir um framtíðarstarfsemi í húsum félagsins. Síldarvinnslan greiðir kostnað við störf ráðgjafans, en fulltrúar sveitarfélagsins fara fyrir vinnunni,“ segir í tilkynningunni. Þungbær ákvörðun Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjölmargt í rekstrarumhverfinu hafi raðast þannig upp síðustu ár að nauðsynlegt sé að taka þessa ákvörðun. „Hún er engu að síður þungbær enda tekin eftir ítarlega yfirlegu um framtíð starfseminnar á Seyðisfirði. Við bindum vonir við að samvinnan við sveitarfélagið skapi ný tækifæri fyrir svæðið,“ er haft eftir Gunnþóri. Síldarvinnslan Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 27. október 2025 07:51 Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. 1. október 2025 11:48 Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Fram kemur að veiðiheimildir uppsjávartegunda hafi dregist saman og hærra hlutfall af því sem veitt sé fari til manneldisvinnslu. Þá hafi Alþjóðahafrannsóknarráðið (ICES) lagt til að veiði á kolmunna, sem hafi verið uppistaðan í vinnslunni á Seyðisfirði, verði 40 prósent minni á næsta ári. „Þessu til viðbótar hafa hækkanir á kostnaðarliðum og auknar opinberar álögur á sjávarútvegsfyrirtæki ýtt undir ákvarðanir sem krefjast meiri hagræðingar í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Húsnæði á hættusvæði Ennfremur segir að húsnæði Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði sé auk þess á skilgreindu hættusvæði vegna hættu á skriðuföllum og snjóflóðum. „Svæðið er ekki á framkvæmdaáætlun Ofanflóðasjóðs um varnir næsta áratuginn samkvæmt svari Ofanflóðanefndar til félagsins. Það er því ekki síður með öryggi starfsmanna að leiðarljósi að ekki gengur að vera með starfsemi á svæðinu. Í ljósi ofangreinds tók stjórn Síldarvinnslunnar hf. ákvörðun um að hætta rekstri fiskmjölsvinnslunnar á Seyðisfirði. Farið verður í að selja búnað úr verksmiðjunni og ganga frá svæðum í samráði við bæjaryfirvöld. Tólf starfsmenn missa vinnuna ásamt verktökum. Uppsagnarfrestur var lengdur um einn mánuð og nemur fjórum mánuðum. Að auki býður Síldarvinnslan þeim sem kjósa vertíðarbundna vinnu í fiskiðjuveri félagsins í Neskaupstað. Síldarvinnslan sammæltist með forsvarsmönnum Múlaþings um ráðningu ráðgjafa sem ynni með sveitarstjórn næstu tólf mánuði, við að fara yfir viðskiptahugmyndir um framtíðarstarfsemi í húsum félagsins. Síldarvinnslan greiðir kostnað við störf ráðgjafans, en fulltrúar sveitarfélagsins fara fyrir vinnunni,“ segir í tilkynningunni. Þungbær ákvörðun Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjölmargt í rekstrarumhverfinu hafi raðast þannig upp síðustu ár að nauðsynlegt sé að taka þessa ákvörðun. „Hún er engu að síður þungbær enda tekin eftir ítarlega yfirlegu um framtíð starfseminnar á Seyðisfirði. Við bindum vonir við að samvinnan við sveitarfélagið skapi ný tækifæri fyrir svæðið,“ er haft eftir Gunnþóri.
Síldarvinnslan Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 27. október 2025 07:51 Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. 1. október 2025 11:48 Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 27. október 2025 07:51
Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. 1. október 2025 11:48