Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 12:00 Reglur um snjallsíma eru ofarlega í huga barnanna sem sækja barnaþingið heim í dag. Hér eru ferðamenn á Snæfellsnesi með nefið ofan í símunum. Vísir/Vilhelm Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu. Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“ Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“
Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira