„Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 15:05 Heimir Hallgrímsson sýndi snilli sína á fimmtudaginn þegar Írar unnu magnaðan sigur gegn Portúgölum. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson segir undanfarna daga hafa verið eina gleðisprengju, töfrum líkastir og samgleðst hann með írsku þjóðinni eftir að Írland tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fótbotlta. Á svona dögum gleymast erfiðu dagarnir sem höfðu á undan gert vart um sig þegar ekki gekk eins vel. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á,“ segir Heimir í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar en eftir að hafa átt nokkuð strembna daga í starfi í fyrri hluta undankeppninnar og fengið nokkuð harða og óvægna gagnrýni í sinn garð lét Heimir verkin tala innan vallar. Nánar verður rætt við Heimi í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Þar verður farið yfir dagana ótrúlegu sem hafa liðið frá því að Írar tryggðu sér sæti í umspili HM með mögnuðum sigrum sem og gagnrýnina sem hann fékk í sinn garð á sínum tíma og var ítrekað kallaður tannlæknirinn Heimir en ekki landsliðsþjálfarinn Heimir af fjölmiðlum og sparkspekingum. Vildi bíða með viðræður Fram hefur komið að Heimir hafi verið með tilboð um nýjan samning á borðinu frá írska knattspyrnusambandinu en það var að hans beiðni að viðræður um nýjan samning yrðu settar á ís um hríð. Klippa: Heimir um framtíðina og samning sinn „Við munum setjast niður saman þegar það fer að róast og spjalla saman. Ég hef alltaf átt í mjög hreinskilin og góð samskipti við stjórnarmennina. Gott fólk þar og allt mjög heiðarlegt í öllum þeim samskiptum. Við vorum búin að ákveða að taka upp samningaviðræður eftir fyrsta gluggann en af því að það fór svo illa þá bað ég þá um að gera ekkert á þeim tímapunkti. Það hefði bara verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni. Við ákváðum bara að fresta því að spjalla saman þangað til eftir þessa keppni. Samningurinn minn rennur út eftir HM. Þannig vonandi verður það bara í júlí á næsta ári. Það er hálft ár eftir enn í mínum huga allavegana.“ Heimir hefur varið síðustu dögum eftir úrslitaleikinn gegn Ungverjum hér heima en er nú á leið út til Sviss þar sem að á morgun verður dregið í HM umspilið. Þar verður Írland í þriðja styrkleikaflokki og mun fá útileik í undanúrslitum gegn annað hvort landsliði Wales, Tékklands, Póllands eða Slóvakíu. Eiga fyrir höndum erfiðan leik á erfiðum útivelli Eyjamaðurinn segir það í raun ekki skipta máli á móti hverjum Írland dregst. Klippa: Heimir um HM umspilið „Nei ekki þannig séð. Við eigum bara útileik og það var það versta, að fara ekki upp í annan styrkleikaflokk og fá þar með heimaleik. Úrslitin bara féllu ekki með okkur tengt því hvaða lið fóru upp úr hvaða riðlum. Hefði Ísland farið áfram þá væri líklegra að við hefðum dottið upp í annan styrkleikaflokk. Við eigum útileik og skiptir sjálfu sér engu, þetta eru allt erfiðir andstæðingar, erfiðir útivellir. Við verðum bara að halda áfram, reyna að bæta okkur, vera jákvæðir og svo sjáum við til hvað gerist. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira
„Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á,“ segir Heimir í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar en eftir að hafa átt nokkuð strembna daga í starfi í fyrri hluta undankeppninnar og fengið nokkuð harða og óvægna gagnrýni í sinn garð lét Heimir verkin tala innan vallar. Nánar verður rætt við Heimi í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Þar verður farið yfir dagana ótrúlegu sem hafa liðið frá því að Írar tryggðu sér sæti í umspili HM með mögnuðum sigrum sem og gagnrýnina sem hann fékk í sinn garð á sínum tíma og var ítrekað kallaður tannlæknirinn Heimir en ekki landsliðsþjálfarinn Heimir af fjölmiðlum og sparkspekingum. Vildi bíða með viðræður Fram hefur komið að Heimir hafi verið með tilboð um nýjan samning á borðinu frá írska knattspyrnusambandinu en það var að hans beiðni að viðræður um nýjan samning yrðu settar á ís um hríð. Klippa: Heimir um framtíðina og samning sinn „Við munum setjast niður saman þegar það fer að róast og spjalla saman. Ég hef alltaf átt í mjög hreinskilin og góð samskipti við stjórnarmennina. Gott fólk þar og allt mjög heiðarlegt í öllum þeim samskiptum. Við vorum búin að ákveða að taka upp samningaviðræður eftir fyrsta gluggann en af því að það fór svo illa þá bað ég þá um að gera ekkert á þeim tímapunkti. Það hefði bara verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni. Við ákváðum bara að fresta því að spjalla saman þangað til eftir þessa keppni. Samningurinn minn rennur út eftir HM. Þannig vonandi verður það bara í júlí á næsta ári. Það er hálft ár eftir enn í mínum huga allavegana.“ Heimir hefur varið síðustu dögum eftir úrslitaleikinn gegn Ungverjum hér heima en er nú á leið út til Sviss þar sem að á morgun verður dregið í HM umspilið. Þar verður Írland í þriðja styrkleikaflokki og mun fá útileik í undanúrslitum gegn annað hvort landsliði Wales, Tékklands, Póllands eða Slóvakíu. Eiga fyrir höndum erfiðan leik á erfiðum útivelli Eyjamaðurinn segir það í raun ekki skipta máli á móti hverjum Írland dregst. Klippa: Heimir um HM umspilið „Nei ekki þannig séð. Við eigum bara útileik og það var það versta, að fara ekki upp í annan styrkleikaflokk og fá þar með heimaleik. Úrslitin bara féllu ekki með okkur tengt því hvaða lið fóru upp úr hvaða riðlum. Hefði Ísland farið áfram þá væri líklegra að við hefðum dottið upp í annan styrkleikaflokk. Við eigum útileik og skiptir sjálfu sér engu, þetta eru allt erfiðir andstæðingar, erfiðir útivellir. Við verðum bara að halda áfram, reyna að bæta okkur, vera jákvæðir og svo sjáum við til hvað gerist.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira