„Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 15:05 Heimir Hallgrímsson sýndi snilli sína á fimmtudaginn þegar Írar unnu magnaðan sigur gegn Portúgölum. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson segir undanfarna daga hafa verið eina gleðisprengju, töfrum líkastir og samgleðst hann með írsku þjóðinni eftir að Írland tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fótbotlta. Á svona dögum gleymast erfiðu dagarnir sem höfðu á undan gert vart um sig þegar ekki gekk eins vel. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á,“ segir Heimir í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar en eftir að hafa átt nokkuð strembna daga í starfi í fyrri hluta undankeppninnar og fengið nokkuð harða og óvægna gagnrýni í sinn garð lét Heimir verkin tala innan vallar. Nánar verður rætt við Heimi í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Þar verður farið yfir dagana ótrúlegu sem hafa liðið frá því að Írar tryggðu sér sæti í umspili HM með mögnuðum sigrum sem og gagnrýnina sem hann fékk í sinn garð á sínum tíma og var ítrekað kallaður tannlæknirinn Heimir en ekki landsliðsþjálfarinn Heimir af fjölmiðlum og sparkspekingum. Vildi bíða með viðræður Fram hefur komið að Heimir hafi verið með tilboð um nýjan samning á borðinu frá írska knattspyrnusambandinu en það var að hans beiðni að viðræður um nýjan samning yrðu settar á ís um hríð. Klippa: Heimir um framtíðina og samning sinn „Við munum setjast niður saman þegar það fer að róast og spjalla saman. Ég hef alltaf átt í mjög hreinskilin og góð samskipti við stjórnarmennina. Gott fólk þar og allt mjög heiðarlegt í öllum þeim samskiptum. Við vorum búin að ákveða að taka upp samningaviðræður eftir fyrsta gluggann en af því að það fór svo illa þá bað ég þá um að gera ekkert á þeim tímapunkti. Það hefði bara verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni. Við ákváðum bara að fresta því að spjalla saman þangað til eftir þessa keppni. Samningurinn minn rennur út eftir HM. Þannig vonandi verður það bara í júlí á næsta ári. Það er hálft ár eftir enn í mínum huga allavegana.“ Heimir hefur varið síðustu dögum eftir úrslitaleikinn gegn Ungverjum hér heima en er nú á leið út til Sviss þar sem að á morgun verður dregið í HM umspilið. Þar verður Írland í þriðja styrkleikaflokki og mun fá útileik í undanúrslitum gegn annað hvort landsliði Wales, Tékklands, Póllands eða Slóvakíu. Eiga fyrir höndum erfiðan leik á erfiðum útivelli Eyjamaðurinn segir það í raun ekki skipta máli á móti hverjum Írland dregst. Klippa: Heimir um HM umspilið „Nei ekki þannig séð. Við eigum bara útileik og það var það versta, að fara ekki upp í annan styrkleikaflokk og fá þar með heimaleik. Úrslitin bara féllu ekki með okkur tengt því hvaða lið fóru upp úr hvaða riðlum. Hefði Ísland farið áfram þá væri líklegra að við hefðum dottið upp í annan styrkleikaflokk. Við eigum útileik og skiptir sjálfu sér engu, þetta eru allt erfiðir andstæðingar, erfiðir útivellir. Við verðum bara að halda áfram, reyna að bæta okkur, vera jákvæðir og svo sjáum við til hvað gerist. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sjá meira
„Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á,“ segir Heimir í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar en eftir að hafa átt nokkuð strembna daga í starfi í fyrri hluta undankeppninnar og fengið nokkuð harða og óvægna gagnrýni í sinn garð lét Heimir verkin tala innan vallar. Nánar verður rætt við Heimi í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Þar verður farið yfir dagana ótrúlegu sem hafa liðið frá því að Írar tryggðu sér sæti í umspili HM með mögnuðum sigrum sem og gagnrýnina sem hann fékk í sinn garð á sínum tíma og var ítrekað kallaður tannlæknirinn Heimir en ekki landsliðsþjálfarinn Heimir af fjölmiðlum og sparkspekingum. Vildi bíða með viðræður Fram hefur komið að Heimir hafi verið með tilboð um nýjan samning á borðinu frá írska knattspyrnusambandinu en það var að hans beiðni að viðræður um nýjan samning yrðu settar á ís um hríð. Klippa: Heimir um framtíðina og samning sinn „Við munum setjast niður saman þegar það fer að róast og spjalla saman. Ég hef alltaf átt í mjög hreinskilin og góð samskipti við stjórnarmennina. Gott fólk þar og allt mjög heiðarlegt í öllum þeim samskiptum. Við vorum búin að ákveða að taka upp samningaviðræður eftir fyrsta gluggann en af því að það fór svo illa þá bað ég þá um að gera ekkert á þeim tímapunkti. Það hefði bara verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni. Við ákváðum bara að fresta því að spjalla saman þangað til eftir þessa keppni. Samningurinn minn rennur út eftir HM. Þannig vonandi verður það bara í júlí á næsta ári. Það er hálft ár eftir enn í mínum huga allavegana.“ Heimir hefur varið síðustu dögum eftir úrslitaleikinn gegn Ungverjum hér heima en er nú á leið út til Sviss þar sem að á morgun verður dregið í HM umspilið. Þar verður Írland í þriðja styrkleikaflokki og mun fá útileik í undanúrslitum gegn annað hvort landsliði Wales, Tékklands, Póllands eða Slóvakíu. Eiga fyrir höndum erfiðan leik á erfiðum útivelli Eyjamaðurinn segir það í raun ekki skipta máli á móti hverjum Írland dregst. Klippa: Heimir um HM umspilið „Nei ekki þannig séð. Við eigum bara útileik og það var það versta, að fara ekki upp í annan styrkleikaflokk og fá þar með heimaleik. Úrslitin bara féllu ekki með okkur tengt því hvaða lið fóru upp úr hvaða riðlum. Hefði Ísland farið áfram þá væri líklegra að við hefðum dottið upp í annan styrkleikaflokk. Við eigum útileik og skiptir sjálfu sér engu, þetta eru allt erfiðir andstæðingar, erfiðir útivellir. Við verðum bara að halda áfram, reyna að bæta okkur, vera jákvæðir og svo sjáum við til hvað gerist.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sjá meira