Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 07:32 Andrea Jacobsen vonast til að verða orðin klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. vísir/sigurjón Einn mesti reynslubolti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Andrea Jacobsen, er í kapphlaupi við tímann þegar nú dregur nær næsta stórmóti. Áfall fyrir mót setur þátttöku hennar í uppnám en Andrea heldur þó í bjartsýnina. Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“ HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira
Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira