Innlent

Fjöldi vef­síðna liggur niðri vegna bilunar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þessi melding birtist þegar reynt var að fara inn á vefsíðu Alþingis.
Þessi melding birtist þegar reynt var að fara inn á vefsíðu Alþingis. Skjáskot

Fjöldi íslenskra og erlendra vefsíðna liggja niðri vegna bilunar hjá netfyrirtækinu Cloudflare. Vefir Alþingis, Stjórnarráðsins og Ríkisútvarpsins eru meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum vegna bilunarinnar.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var það klukkan hálf tólf þegar bilunin gerði vart við sig. Í tilkynningu frá fyrirtækinu um tuttugu mínútum síðar sagði að þau vissu af biluninni og að rannsókn væri hafin á orsökinni.

„Við sjáum að þjónustan er að ná sér á strik, en viðskiptavinir gætu haldið áfram að sjá hærri villutíðni en venjulega á meðan við höldum áfram að vinna að úrbótum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu um tuttugu mínútur yfir tólf.

Notendur vefsíðnanna geta átt von á að fá slíka villumeldingu áfram. Þá áttu notendur X einnig erfitt með að nota miðilinn og lágu heimasíður Viðskiptablaðsins og Fótbolti.net niðri.

Áðurnefndir vefir nota Cloudflare til að miðla lénum þeirra. Samkvæmt RÚV þjónustar fyrirtækið tæplega tuttugu prósent allra vefsíðna á Internetinu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×