Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2025 15:49 Noam Chomsky, málsvísindamaður og róttæklingur, og Lawrence Krauss, stjarneðlisfræðingur og dómsdagsspámaður, voru á meðal þeirra vísindamanna sem vildu að Jeffrey Epstein réði þeim heilt. Vísir Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. Tengsl Epstein við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið á allra vörum undanfarin misseri, sérstaklega eftir að demókratar á Bandaríkjaþingi birtu aragrúa gagna, þar á meðal tugi þúsunda tölvupósta. Úr gögnunum má þó einnig lesa að Epstein átti í samskiptum við fjölda málsmetandi karla sem virðast hafa verið mismikið inni í glæpum auðkýfingins gegn ungum stúlkum. Epstein hafði töluverðan áhuga á vísindum og eru samskipti hann við suma heimsþekkta vísinda- og fræðimenn að finna á meðal póstanna sem voru opinberaðir. Chomsky fékk fjármálaráðgjöf og boð um gistingu Fáir höfðu meiri áhrif á málsvísindi á 20. öld en Noam Chomsky, bandaríski fræðimaðurinn og heiðursprófessor við MIT-háskóla. Epstein bauð honum meðal annars afnot af íbúð í New York og að heimsækja Nýju-Mexíkó „aftur“ í tölvupósti árið 2015. Epstein átti búgarð fyrir utan Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Áður hefur komið fram að Chomsky leitaði til Epstein um fjármál og flutti sá síðarnefndi fé fyrir hann. Þetta gerði hann jafnvel eftir að Epstein var skráður kynferðisbrotamaður eftir að hann hlaut dóm á Flórída árið 2008. Chomsky, sem er einnig þekktur fyrir skrif sem hafa veitt róttækum vinstri mönnum innblástur í gegnum tíðina, sagði Wall Street Journal árið 2023 að samband hans við Epstein kæmi engum við. Epstein hefði verið búinn að afplána sína refsingu og væri með hreinan skjöld að lögum. Falaðist eftir ráðum vegna ásakana um áreitni Lawrence Krauss, kanadískur stjarneðlisfræðingur sem naut um skeið hylli fyrir vísindamiðlun í fjölmiðlum, átti einnig í miklum bréfaskriftum við Epstein en auðkýfingurinn styrkti meðal annars verkefni sem Krauss stýrði í Arizona. Stjarneðlisfræðingurinn falaðist meðal annars eftir ráðum frá Epstein um hvernig hann ætti að bregðast við ásökunum um kynferðislega áreitni við Ríkisháskólann í Arizona. „Brjóttu ásakanirnar niður í fáránlegar. gón. brandarar. o.s.frv.,“ skrifaði Epstein til baka, að því er kemur fram í umfjöllun tímaritsins Scientific American. Jeffrey Epstein (2.f.h.) með Donald og Melaniu Trump í Mar-a-Lago árið 2000. Þeim á hægri hönd er Ghislaine Maxwell, samverkakona Epstein, sem situr nú í fangelsi fyrir sinn þátt í mansali hans á ungum konum og stúlkum.Getty/Davidoff Studios Rannsókn háskólans á Krauss leiddi meðal annars í ljós að hann hefði þuklað á konu. Hann var settur í leyfi og honum var ekki boðið að stýra áfram rannsókninni sem Epstein styrkti. Krauss var formaður samtaka kjarnorkuvísindamanna sem eru þekktust fyrir að birta svonefnda dómsdagsklukku sem á að sýna hversu sína hversu nærri menn séu því að eyða sjálfum sér. Hann sagði af sér formennskunni eftir að ásakanirnar komu upp. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Tengsl Epstein við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið á allra vörum undanfarin misseri, sérstaklega eftir að demókratar á Bandaríkjaþingi birtu aragrúa gagna, þar á meðal tugi þúsunda tölvupósta. Úr gögnunum má þó einnig lesa að Epstein átti í samskiptum við fjölda málsmetandi karla sem virðast hafa verið mismikið inni í glæpum auðkýfingins gegn ungum stúlkum. Epstein hafði töluverðan áhuga á vísindum og eru samskipti hann við suma heimsþekkta vísinda- og fræðimenn að finna á meðal póstanna sem voru opinberaðir. Chomsky fékk fjármálaráðgjöf og boð um gistingu Fáir höfðu meiri áhrif á málsvísindi á 20. öld en Noam Chomsky, bandaríski fræðimaðurinn og heiðursprófessor við MIT-háskóla. Epstein bauð honum meðal annars afnot af íbúð í New York og að heimsækja Nýju-Mexíkó „aftur“ í tölvupósti árið 2015. Epstein átti búgarð fyrir utan Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Áður hefur komið fram að Chomsky leitaði til Epstein um fjármál og flutti sá síðarnefndi fé fyrir hann. Þetta gerði hann jafnvel eftir að Epstein var skráður kynferðisbrotamaður eftir að hann hlaut dóm á Flórída árið 2008. Chomsky, sem er einnig þekktur fyrir skrif sem hafa veitt róttækum vinstri mönnum innblástur í gegnum tíðina, sagði Wall Street Journal árið 2023 að samband hans við Epstein kæmi engum við. Epstein hefði verið búinn að afplána sína refsingu og væri með hreinan skjöld að lögum. Falaðist eftir ráðum vegna ásakana um áreitni Lawrence Krauss, kanadískur stjarneðlisfræðingur sem naut um skeið hylli fyrir vísindamiðlun í fjölmiðlum, átti einnig í miklum bréfaskriftum við Epstein en auðkýfingurinn styrkti meðal annars verkefni sem Krauss stýrði í Arizona. Stjarneðlisfræðingurinn falaðist meðal annars eftir ráðum frá Epstein um hvernig hann ætti að bregðast við ásökunum um kynferðislega áreitni við Ríkisháskólann í Arizona. „Brjóttu ásakanirnar niður í fáránlegar. gón. brandarar. o.s.frv.,“ skrifaði Epstein til baka, að því er kemur fram í umfjöllun tímaritsins Scientific American. Jeffrey Epstein (2.f.h.) með Donald og Melaniu Trump í Mar-a-Lago árið 2000. Þeim á hægri hönd er Ghislaine Maxwell, samverkakona Epstein, sem situr nú í fangelsi fyrir sinn þátt í mansali hans á ungum konum og stúlkum.Getty/Davidoff Studios Rannsókn háskólans á Krauss leiddi meðal annars í ljós að hann hefði þuklað á konu. Hann var settur í leyfi og honum var ekki boðið að stýra áfram rannsókninni sem Epstein styrkti. Krauss var formaður samtaka kjarnorkuvísindamanna sem eru þekktust fyrir að birta svonefnda dómsdagsklukku sem á að sýna hversu sína hversu nærri menn séu því að eyða sjálfum sér. Hann sagði af sér formennskunni eftir að ásakanirnar komu upp.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25
Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03