Fótbolti

Liðsfélagi Fann­eyjar máluð öll í gulli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gullmáluð Felicia Schröder með bikarinn í myndatökunni.
Gullmáluð Felicia Schröder með bikarinn í myndatökunni. @Sportbladet

Fanney Inga Birkisdóttir og félagar í Häcken tóku á móti sænska meistaratitlinum í gær eftir sigur á Piteå í lokaumferðinni.

Fanney Inga stóð í marki Häcken í lokaleiknum en hún hefur verið varamarkvörður liðsins í sumar.

Hún stóð sig samt vel og hélt markinu hreinu í þremur af fjórum leikjum sínum í sænsku deildinni á leiktíðinni.

Framherjinn Felicia Schröder hefur hins vegar verið aðalmanneskjan í sóknarleiknum hjá Häcken og þar er ný stórstjarna fædd.

Sportbladet málaði Schröder bókstaflega í gulli eftir leikinn fyrir myndatöku af leikmanni ársins.

Hin átján ára gamla Schröder var langmarkahæst í deildinni með þrjátíu mörk í 26 leikjum en hún skoraði þrettán mörkum meira en sú sem endaði í öðru sætinu.

Schröder var einnig í fjórða sætinu í stoðsendingum (með átta) og kom því með beinum hætti að 38 mörkum liðsins á leiktíðinni sem var það langmesta. Þetta gerði hún þrátt fyrir að eiga enn eitt tímabil eftir sem táningur.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af myndatökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×