Innlent

Mark Rutte heim­sækir Ís­land

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mark Rutte sækir Ísland heim í lok nóvember.
Mark Rutte sækir Ísland heim í lok nóvember. EPA/FRIEDEMANN VOGEL

Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024.

Þetta kemur fram í tilkynnningu frá forsætisráðuneytinu. Þar segir að Rutte muni kynna sér aðstæður og starfsemi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar muni hann jafnframt eiga fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Því næst muni hann halda til Reykjavíkur og funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.

Dagskrá hans muni svo ljúka með heimsókn á Alþingi. Þar muni Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti þingsins taka á móti honum. Rutte muni svo jafnframt funda þar með utanríkismálanefnd og Íslandsdeild NATO-þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×