Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 10:06 Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson með fyrstu bókina sína, Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. „Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún. Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún.
Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira