Fótbolti

Bein út­sending: Fundur Arnars fyrir ögur­stundu í Var­sjá

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Gunnlaugsson gæti verið á leið með Ísland í HM-umspil í lok mars en þá má liðið ekki tapa gegn Úkraínu á morgun.
Arnar Gunnlaugsson gæti verið á leið með Ísland í HM-umspil í lok mars en þá má liðið ekki tapa gegn Úkraínu á morgun. Getty/Franco Arland

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson situr ásamt leikmanni fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu.

Ísland þarf jafntefli eða sigur gegn Úkraínu á morgun, í leik sem hefst klukkan 17, til að komast í HM-umspilið. Þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í síðasta mánuði vann Úkraína 5-3 sigur í ótrúlegum leik.

Áætlað er að blaðamannafundurinn hefjist klukkan 16:15 og verður bein útsending í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Skrautlegur ferðadagur

Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra.

Hvernig umspil færi Ísland í?

Ísland mætir Ítalíu á Laugardalsvelli, þann 31. mars, í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna verður með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir sigurinn gegn Tékkum í Prag fimm dögum áður.

Eggert Aron mætir fyrir úr­slita­leikinn í Póllandi

Eftir að hafa skorað eitt marka U21-landsliðs Íslands í Lúxemborg í kvöld er Eggert Aron Guðmundsson á leið til móts við A-landsliðið, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu á sunnudaginn um sæti í HM-umspilinu.

Gaman í íslenska klefanum eftir leik

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einu stigi frá sæti í umspili um laust sæti á HM næsta sumar eftir hagstæð úrslit í riðlinum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×