Hvernig umspil færi Ísland í? Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 08:02 Albert Guðmundsson og félagar eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum í Varsjá en ætla sér í HM-umspilið. Getty/Aziz Karimov Ísland mætir Ítalíu á Laugardalsvelli, þann 31. mars, í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna verður með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir sigurinn gegn Tékkum í Prag fimm dögum áður. Nei, þetta er reyndar ekki alveg rétt. En þetta er ein mögulegra sviðsmynda fari svo að strákarnir okkar nái að forðast tap gegn Úkraínu á morgun klukkan 17, í einvígi liðanna um að komast í HM-umspilið. Það verður svo sannarlega mikið í húfi í Varsjá og þangað er íslenska liðið mætt eftir 2-0 sigurinn gegn Aserum á fimmtudag. Eins og margoft hefur komið fram þarf Ísland jafntefli eða sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti D-riðils. Þá kemst liðið í umspil um sæti á HM og þarf að vinna tvo andstæðinga í lok mars til að komast á sjálft heimsmeistaramótið, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Leiðin á HM er sem sagt löng, jafnvel þó að allt gengi upp á morgun. Tvö dæmi um mögulega leið Íslands í umspili: Dæmi 1: Undanúrslit: Tékkland – Ísland Úrslit: Ítalía – Ísland Dæmi 2: Undanúrslit: Albanía – Ísland Úrslit: Ísland - Svíþjóð Dregið verður í umspilið næsta fimmtudag. Þar verða 16 lið (liðin 12 sem enda í 2. sæti riðlanna í undankeppninni auk fjögurra liða sem unnu sinn riðil á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar), sem búið verður að skipta í fjóra styrkleikaflokka, og þau dragast svo í fjögur aðskilin fjögurra liða umspil. Sigurvegari hverrar umspilsleiðar kemst svo á HM. Útileikur í undanúrslitum en dregið um völl í úrslitaleik Sterkustu liðin fá heimaleik í undanúrslitum umspilsins en það verður dregið um það hvaða lið spila á heimavelli í úrslitum hvers umspils. Heppni getur því ráðið talsvert miklu um möguleikann á að komast á HM. Raðað verður í styrkleikaflokka út frá næsta heimslista FIFA (nema hvað liðin fjögur sem komast í umspilið vegna árangurs úr Þjóðadeild fara öll í 4. flokk) en ætla má að Ísland yrði í 3. flokki. Það þýðir að liðið myndi fyrst fá andstæðing úr 2. flokki og neyðast til að spila þann leik á útivelli. Sigurinn gegn Aserum á fimmtudaginn gaf Íslandi von um að komast í HM-umspilið.KSÍ Ef Ísland næði að vinna þennan mótherja á útivelli (mögulega yrði það Skotland, Tékkland, Slóvakía eða Albanía) myndi svo taka við úrslitaleikur, annað hvort á Laugardalsvelli eða útivelli, gegn liði á borð við til dæmis Ítalíu, Tyrkland, Pólland eða Svíþjóð. Veðbankar reikna með að það verði Úkraína sem kemst úr riðli Íslands í umspilið en ef við skiptum Úkraínu út og setjum Ísland í staðinn þá er mögulegt að styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn næsta fimmtudag líti svona út: Flokkur 1: Ítalía, Tyrkland, Pólland, Ungverjaland Flokkur 2: Skotland, Tékkland, Slóvakía, Albanía Flokkur 3: Norður-Makedónía, Ísland, Kósovó, Bosnía Flokkur 4: Wales, Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland Það skýrist þó ekki endanlega fyrr en eftir helgi þegar keppni í undanriðlunum lýkur. Ljóst í desember í hvaða riðli umspilslið verða á HM Þess má svo geta að það verður dregið í riðla fyrir HM í Washington þann 5. desember, eða löngu áður en umspilið fer fram í lok mars. Þetta þýðir að liðin í umspilinu, vonandi Ísland þar á meðal, munu strax 5. desember vita í hvaða riðli þau myndu enda á HM kæmust þau þangað, og þá hvar yrði leikið. Í stað eiginlegs liðs verður sem sagt hver „umspilsleið“ dregin í riðil. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira
Nei, þetta er reyndar ekki alveg rétt. En þetta er ein mögulegra sviðsmynda fari svo að strákarnir okkar nái að forðast tap gegn Úkraínu á morgun klukkan 17, í einvígi liðanna um að komast í HM-umspilið. Það verður svo sannarlega mikið í húfi í Varsjá og þangað er íslenska liðið mætt eftir 2-0 sigurinn gegn Aserum á fimmtudag. Eins og margoft hefur komið fram þarf Ísland jafntefli eða sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti D-riðils. Þá kemst liðið í umspil um sæti á HM og þarf að vinna tvo andstæðinga í lok mars til að komast á sjálft heimsmeistaramótið, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Leiðin á HM er sem sagt löng, jafnvel þó að allt gengi upp á morgun. Tvö dæmi um mögulega leið Íslands í umspili: Dæmi 1: Undanúrslit: Tékkland – Ísland Úrslit: Ítalía – Ísland Dæmi 2: Undanúrslit: Albanía – Ísland Úrslit: Ísland - Svíþjóð Dregið verður í umspilið næsta fimmtudag. Þar verða 16 lið (liðin 12 sem enda í 2. sæti riðlanna í undankeppninni auk fjögurra liða sem unnu sinn riðil á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar), sem búið verður að skipta í fjóra styrkleikaflokka, og þau dragast svo í fjögur aðskilin fjögurra liða umspil. Sigurvegari hverrar umspilsleiðar kemst svo á HM. Útileikur í undanúrslitum en dregið um völl í úrslitaleik Sterkustu liðin fá heimaleik í undanúrslitum umspilsins en það verður dregið um það hvaða lið spila á heimavelli í úrslitum hvers umspils. Heppni getur því ráðið talsvert miklu um möguleikann á að komast á HM. Raðað verður í styrkleikaflokka út frá næsta heimslista FIFA (nema hvað liðin fjögur sem komast í umspilið vegna árangurs úr Þjóðadeild fara öll í 4. flokk) en ætla má að Ísland yrði í 3. flokki. Það þýðir að liðið myndi fyrst fá andstæðing úr 2. flokki og neyðast til að spila þann leik á útivelli. Sigurinn gegn Aserum á fimmtudaginn gaf Íslandi von um að komast í HM-umspilið.KSÍ Ef Ísland næði að vinna þennan mótherja á útivelli (mögulega yrði það Skotland, Tékkland, Slóvakía eða Albanía) myndi svo taka við úrslitaleikur, annað hvort á Laugardalsvelli eða útivelli, gegn liði á borð við til dæmis Ítalíu, Tyrkland, Pólland eða Svíþjóð. Veðbankar reikna með að það verði Úkraína sem kemst úr riðli Íslands í umspilið en ef við skiptum Úkraínu út og setjum Ísland í staðinn þá er mögulegt að styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn næsta fimmtudag líti svona út: Flokkur 1: Ítalía, Tyrkland, Pólland, Ungverjaland Flokkur 2: Skotland, Tékkland, Slóvakía, Albanía Flokkur 3: Norður-Makedónía, Ísland, Kósovó, Bosnía Flokkur 4: Wales, Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland Það skýrist þó ekki endanlega fyrr en eftir helgi þegar keppni í undanriðlunum lýkur. Ljóst í desember í hvaða riðli umspilslið verða á HM Þess má svo geta að það verður dregið í riðla fyrir HM í Washington þann 5. desember, eða löngu áður en umspilið fer fram í lok mars. Þetta þýðir að liðin í umspilinu, vonandi Ísland þar á meðal, munu strax 5. desember vita í hvaða riðli þau myndu enda á HM kæmust þau þangað, og þá hvar yrði leikið. Í stað eiginlegs liðs verður sem sagt hver „umspilsleið“ dregin í riðil.
Tvö dæmi um mögulega leið Íslands í umspili: Dæmi 1: Undanúrslit: Tékkland – Ísland Úrslit: Ítalía – Ísland Dæmi 2: Undanúrslit: Albanía – Ísland Úrslit: Ísland - Svíþjóð
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira