Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 10:02 Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar náðu heldur betur að pirra Cristiano Ronaldo í gær. Getty/Charles McQuillan Cristiano Ronaldo er í verulegri hættu á að byrja heimsmeistaramótið 2026 í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sínum þegar Portúgal tapaði í gær 2-0 fyrir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í Írlandi. Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Sjá meira
Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Sjá meira