„Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson hafði fulla ástæðu til að brosa eftir svona leik. Getty/Brian Lawless/ Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir óvæntan sigur Íra á Portúgölum í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið annar tónn í honum en í öðrum pistlum hans um landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Sjá meira
Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Sjá meira